Gagnrýni á Beatallica(2004) Já það hlaut að koma að því. Eftir fjögurra ára bið bjó Beatallica loksins til nýjan disk. Með disknum kom líka glæný og flott heimasíða sem er Hérna
Beatallica samanstendur af tveim náungum sem kalla sig Jaymz og Krk. Krk er sá sem sér um tónlistina og Jaymz syngur eftirhermu af James Hetfield(og gerir það skratti vel). Báðir þessi snillingar eru í öðrum hljómsveitum og gefa frá sér efni. Þeir vilja ekki gefa upp sín alvöru nöfn en en ætla samt að spila á einum tónleikum þann 31. maí í El Paso Texas.

Tracklistinn er:
1. Blackened the USSR (R)
2. Sandman (R) 3. And I'm Evil (R)
4. Got to Get You Trapped Under Ice (R)
5. Leper Madonna (R)
6. Hey Dude (R)
7. I Want To Choke Your Band (R)
8. We Can Hit The Lightz (R)



R-ið stendur fyrir radio edition eða no naughty words eins og stendur á heinmsíðu þeirra.


Þessi diskur er svipaður þeim gamla (A garage dayz nite) hvað varðar stíl og texta. Mesti munurinn er að byrjunin á lögunum eru parodies af Metallia lögum en ekki bara Bítlalögunum eins og þeim gamla. Þetta fynnst mér vera mjög sniðugt og gerir lögin betri.
Lögin eru mjög mismunandi og sum eru ekkert sérstök. Bestu lögin fynnst mér Leper Madonna og Hey Dude. Textinn við þessi lög eru líka tær snilld og þegar ég hlustaði á lagið hló ég lengi og vel. Byrjunin á Hey dude er líka mjög vel gerð. Hún er byrjunin á Nothing else matters og stefið úr Hey Jude fléttað saman og árangurinn er mjög flottur.



Fyrir þá sem ekki vita er Beatallica hljómsveit sem spilar Bítlalög “Metallica way” með nýjum textumm sem eru sambland af Metallica og Bítlatextunum.
Ég hvet alla til þessa að fara Hingað og ná í lögin þeirra vegna þess að ef þú hefur einhvern tíman hlustað á Bítlana, Metallica eða hefur einhver húmor eða tónlistarsmekk yfirleitt þá er þetta eitthvað fyrir þig.