At the Drive-in - Vaya EP At the Drive-in eru:

Cedric Bixler - söngur
Omar Rodriguez - Gítar
John Ward - Gítar/Hljómborð
Paul Hinojos - Bassi
Tony Hajjar - Trommur

-

Í tilefni að þessi umræðu sem upp hefur sprottið um eðal hljómsveitina AT the Drive-in, ákvað ég að skrifa eins og eina gagnrýni, eða einhverskonar “overview” um diskinn þeirra Vaya EP ( 1999 ). Þessi diskur er að mínu mati með því besta sem þeir félagar gerðu, og stenst algjörlega allan samanburð á meistaraverkinu þeirra: Relaitonship of Command.

————————-

Vaya Ep:

1. Rascuache
2. Proxima Centauri
3. Ursa Minor
4. Heliotrope
5. Metronome Arthritis
6. 300 Mhz
7. 198d

————————-


1. Rascuache: Þetta lag er án efa það tilraunagjarnasta sem At the drive-in höfðu gert fram að þessu. Byrjar á flottum fusion kafla þar sem maður heyrir í fullt af hljóðfærum s.s. bongótrommum, píanói, gítar, bassa og einhverskonar tölvueffectum. Restin af laginu er mjög melódísk og fer Omar á kostum á gítarnum og sömuleiðis John á píanóinu!

-“Pacemaker pace yourself! You were slowly clawing your way out!”

2. Proxima Centauri: Hérna eru komnar einhverjar þær flottustu trommur sem ég hef nokkurtíman heyrt! Maður verður algjörlega háður þessi lagi!! Líka ein þau flottustu öskur sem ég hef nokkurtíman heyrt! Hratt, hart og cut the bullshit lag!

-“T-minus .. ten seconds and counting!”

3. Ursa Minor: Enn annað snilldar lag komið. Skemmtilegar bakraddir og mikið grove í því finnst mér. Skemmtilegt viðlag líka þar sem Cedric syngur:

-“Autopsy performed on probable cause, while you sleep, they will come and get you tonight”

4. Heliotrope: Eitt af minum uppáhaldslögum! Hérna virðst þeir félagar skyggnast aðeins í fortíðina því að þetta lag er fullt af bara “straight up” punki sem fyrri plötur þeirra einkenndust af. Mjög flott og ótrúlega grípandi viðlag!

-“Adhesive she said, don't stick to me!”

5. Metronome Arthritis: Annað af mínum uppáhalds lögum! Mikið af effectum og skrýtnum hljóðum. Omar stendur sig þarna alveg eins og snillingur og þykir mér þetta með því betra sem hann hefur samið. Mjög flott hvernig þeir hægja á laginu í viðlaginu bara svo þeir geti komið með krafti inn í næsta vers!

-“What if forensics finds the answers, what if they stole my fingerprints?!? Where did i leave my book of matches?!? We'll find you…”

6. 300 Mhz: Mjög flott old school gítarlína er gegnumgangandi í þessu lagi og rödd Cedrics er bjöguð og í bakgrunni sem gerir það að verkum að hljóðfærin fá algjörlega að njóta sín. Síðan eftir mitt lag kemur kafli þar sem það hljómar eins og Cedric sé að syngja á þýsku og það sé spilað aftur á bak, sannarlega stórfurðulegt!

-“Whispered in the ear -300MHz”

7. 198d: ókey .. nú er komið að því. Hið ógurlega lokalag Vaya EP. Þetta lag kemst mjög hátt á þeim lista þeim sem ég kalla uppáhalds! Lagið er svo algjörlega þrútið tilfinningum og “fallegt”. Angurvær röddin hans Cedrics fellur algjörlega við gítarlínurnar hans Omars sem fléttast í kringum hljómborðið hans Johns. Bassinn og trommurnar… tja .. fjandin hafi það þetta er allt saman snilld! Allt passar saman og þarna er komið besta lag At the Drive-in fram til þessa!

-“Tremors that hold us! Tremors that warn us! Nothing bleeds like!”


——————————


Jæja þá er þessarri yfirferð lokið og ég verð að segja að það hefur verið mjög gaman að hlusta yfir þennann disk og rifja upp öll þessi lög. En því má við bæta að þetta eru allt mínar persónulegu skoðanir .. kannski finnst einhverjum öðrum þetta vera hrútleiðinlegur diskur, og þá verður bara að hafa það ! :P Án efa einn af minum uppáhalds diskum ! .. á þessar 4 stjörnur fullkomlega skilið!

****/****