Primus

Upphafið…
Primus var stofnuð 1986 í El Sobrante í Kaliforníu af hinum mikli snillingum Les Claypool (bassa/söngur), Larry LaLonde (gítar) og Tim “Herb” Alexander. Það sem Primus snýst um er bassaleikarinn þeirra og söngvari, Les Claypool. Bassaleikur mannsins er snilldin ein og vil ég meina að maðurinn sé Jimi Hendrix bassaleikara… allavegana að því leitinu til að hann hefur sinn eigin stíl sem er aðalmálið í öllu sem kemur frá hljómsveitinni. Rödd hans er síðan einhver sú furðulegasta í rokk heiminum, og virðist geta skapað álíka marga skrítna tóna og bassinn hans. En það verður þó vissulega að gefa Tim mikinn heiður fyrir það hve mjúklega trommuleikur hans fléttast inn í þennan sérstaka bassaleik Claypool, og fáir gítarleikarar myndu fúslega draga sig úr sviðsljósinu til að falla í skuggan af bassaleikaranum og LaLonde. En þó ég orði þetta svona þá er það deginum ljósara að Larry er geysilega góður gítarleikari og nær hann að spila skemmtilega inn í það furðulega sánd sem þessir kappar skapa. Saman mynda þeir einhverja furðulegustu og skemmtilegustu hljómsveit sem til hefur verið í tónlistarheiminum.

LaLonde og Claypool ólust báðir upp í bænum El Sobrante í Norður-Kaliforníu og eignaðist Claypool sinn fyrsta bassa 13 ára gamall. Á komandi árum myndaði hann sinn eigin stíl, en aðal hetjur kappans voru kallar eins og Geddy Lee úr hljómsveitinni Rush, og Larry Graham. Í LaLonde fann Claypool ákveðinn samhug og gekk LaLonde í einhverskonar metal verkefni Claypools. En á þessum tíma flakkaði Claypool á milli margra hljómsveita, og ég bara hreinlega nenni alls ekki að rekja þá sögu til hins ýtrasta.

Claypool og Metallica
Á tímabili í lífi sínu hélt Claypool að frægð hans myndi felast í því að ná að verða bassaleikari í hinni upprennandi hljómsveit Metallica. En þannig var mál með vexti að Claypool var æskuvinur Kirk Hammet, og eftir að Cliff Burton lést í rútuslysi, eins og frægt er, fékk hann að fara í áheyrnarpróf hjá Metallica. Það fór reyndar ekki alveg nógu vel hjá Claypool því R&B taktur hans var ekki eitthvað sem metalhausarnir í Metallica voru að fíla. Skömmu eftir þetta voru þeir allir þrír (Claypool, LaLonde og Alexander), sem kallaði sig Primus, sem tóku upp fyrsta disk Primus, “Suck On This” á tónleikum hljómsveitarinnar. Þessi upptaka var gefin út árið 1989 af eigin útgáfufyrirtæki hljómsveitarinnar “Prawn Song”, en útgáfan var fjármögnum með $3.000 láni frá pabba Claypool.

Byrjaðir að “meika'þa”
Eftir ágætis árangur með “Suck On This”, gerðu þeir samning við útgáfufyrirtækið “Caroline Records”, sem endurútgáfu “Suck On This” diskinn og gáfu út “Frizzle Fry” árið 1990, en upptökum á þeim diski stjórnaði 19 ára gamall vinur Claypool, Matt Winegar. Eftir útgáfu á þeim diski spiluðu þeir grimmt til að kynna hann og náðu að lokum samningi við hið stóra og merka útgáfufyrirtæki, Interscope.

1991 gáfu Primus síðan út diskinn “Sailing The Seas Of Cheese”, sem er að mínu mati besti diskur þeirra, en sá diskur náði gulli árið 1993, en það sama ár var líklega það ár sem skipti þá hvað mestu máli, en þá náðu þeir þeirri frægð, sem tryggði þeim aðal sætið á Lollapalooza tónleikahátíðinni, sem hefur í gegnum árin verið aðaldæmið í þeim bransa rokksins sem snýr að frumlegheitunum og öðruvísileik, eða alt-metalnum eins og hann er gjarnan kallaður.

“The Corn”
“Pork Soda” kom út árið 1993 og var tekinn upp með mjög ódýrum hætti. Í stað þess að fara í dýrt studíó til að taka diskinn upp tóku þeir eitthvað af græjum í æfingaplássið sitt, sem eftir það heitir nú “The Corn”, en þar hefur ýmislegt verið tekið upp, m.a hliðarverkefni Claypool með mönnum eins og Kirk Hammet o.fl.. Þessi ódýrari leið til að taka upp disk tókst mjög vel að mínu mati, en er þessi diskur mjög góður, þó hann nái ekki þeim klassa sem “Sailing The Seas Of Cheese” hefur. Á þessum disk er lagið “My Name Is Mud”, sem er af mörgum talið besta lag þeirra Primus manna fyrr og síðar, ég leyfi mér að vera þessu ósammála, en það er samt mjög skemmtilegt og töff lag.

Pylsudiskurinn
Árið 1994 kom út diskurinn “Sausage” sem var gefinn út af gamla Prawn Song útgáfufyrirtækið, en sá diskur var gefinn út með upprunalega Primus genginu. Já… Þannig er nefninlega mál með vexti að upprunalega voru í Primus gítarleikarinn Todd Huth og trommuleikarinn Jay Lane. En þessi diskur var upprunalega demo tape frá þessari gerð af Primus. 1995 kom síðan út diskurinn “Tales From The Punch Bowl” með Alexander og LaLonde. Sá diskur sló í gegn og náði gullsölu áður en árið var úti.

“Herb” hættir
Sumarið ‘96 kom yfirlýsing frá Primus um að Tim “Herb” Alexander væri að hættur í Primus. Í stað hans kom Brian “Brain” Mantia. Fyrsti diskurinn með þessum nýja trommuleikara var “The Brown Album” sem kom út 1997, en nafn þessa disks fæst líklega best útskýrt með þessum orðum Claypool: “This is a milestone record for Primus so it needed to have a milestone title. The Beatles have their ’White Album,' Metallica have their ‘Black Album,’ now Primus have their ‘Brown Album’.”

Cover diskurinn og Antipop
Ári síðar kom út EP diskurinn “Rhinoplasty” sem var að mestu leyti með lögum eftir aðrar hljómsveitir, en á þessum disk má m.a finna lög eftir Metallica, Police, Jerry Reed o.fl. Tilgangur þessa disks var einfaldlega að gefa eitthvað út fyrir aðdáendur áður en “Antipop” diskurinn kom út 1999.

Antipop diskurinn er sérstakur að því leitinu til að ansi margir utanaðkomandi aðilar koma að ýmsu hér, hvort sem það var með söngi, spili eða útsetningum á lögum. Meðal þessara aðila voru Tom Morello úr Rage Against The Machine, Tom Waits, höfundur South Park - Matt Stone, Stewart Copeland úr Police o.fl. Þessi diskur náði ekki mjög mikilli sölu, en fékk þó mjög góða dóma. Diskurinn er skemmtilegur og ferskur, og það er alveg ótrúlegt hvað mismunandi aðilar geta gert lögin öðruvísi frá hvor öðru.

Allt búið… í bili
Eftir tónleikaferð 2000 hætti trommarinn Mantia í hljómsveitinni og gekk til liðs við Guns N' Roses. Claypool talaði eftir það í fjölmiðlum um að fá Tim “Herb” Alexander aftur í hljómsveitina, en fljótlega eftir það fór bandið í pásu. Claypool fór eftir það að starfa í allskonar hliðarverkefnum… sem skipta þessa grein engu máli.

JEI!
En Primus eru ekki hættir, ó nei! Í fyrra, 2003, kom út EP diskurinn “Animals Should Not Try To Act Like People” og inniheldur hann sex lög. Þessum disk fylgir DVD diskur sem er með öllu myndefni sem Primus hefur gefið út og fleira. “Animals Should Not Try To Act Like People” hefur fengið svakalega dóma og er DVD diskurinn víst algjör snilld. Ég á eftir að næla mér í eintak af þessum disk en það er eitthvað sem ég 100% eftir að gera. Á þessum disk er Tim “Herb” Alexander aftur kominn í Primus og voru það mjög góðar fréttir fyrir aðdáendur Primus, enda mikill snillingur þar á ferð.

Primus sökkar!
Skemmtileg hefð fylgir Primus, þessi hefð hófst mjög snemma á æviferli Primus, svona c.a þegar Huth og Lane voru í Primus. Þá tóku þeir Primus menn upp á því að segja “Nah, we suck!”, í hvert skipti sem einhver hrópaði kvatningarorð til þeirra. Þetta hlóð upp á sig og í dag heyra þeir ekki meira hrós en þegar öskrað er á þá “You suck!”. Claypool hefur sagt í viðtölum að það geti verið mjög skemmtilegt þegar einhver sem þekkir þetta ekki er viðstaddur þegar einhver aðdáandinn kallar eitthvað svona að Claypool, og hann þakkar einfaldlega pent fyrir sig. Í sambandi við þetta ber einnig að geta þess að opinber heimasíða Primus er www.primussucks.com.

Smá molar um Primus
Þrátt fyrir að margir vilja setja samasem merki við funk-metal og Primus, þá hefur Claypool alltaf sagt að funk hljómi alls ekki svona, og Tim “Herb” Alexander þolir alls ekki funk! Síðan er það víst staðreynd að Alexander sé almennt séð á móti því að vera kallaður “Herb”, af hverju svo er hef ég ekki hugmynd. Claypool á tvo krakka, og LaLonde heldur því staðfastlega fram að hann hafi EKKERT bætt sig á gítar síðan hann byrjaði í hljómsveitinni, en er alveg sama.

…og að lokum
Ég held ég sé hér með nokkurn veginn búinn að rekja sögu Primus. Ég mæli með “Sailing The Seas Of Cheese” fyrir þá sem vilja kynna sér Primus, en ef þið viljið bara tékka á einstaka lögum þá held ég að lögin “Jerry Was A Racecar Driver”, “The Antipop” og “My Name Is Mud” séu eitthvað sem gefa góða mynd af Primus, annaðhvort elskarðu þá eða hatar.
What is love? Baby don't hurt me, don't hurt me, no more…