Skilaboð Frá Tannbursta Sæll kæri Hugari.

matti heiti ég og var hér sjálfur hugari til nokkra ára. Veit ekki hvort þú kannast við nafnið Tannbursti. En það var ég.

Hvort sem þú þekkir það nafn eða ekki var ég rekinn af Hugi.is nýlega fyrir að kalla JReykdal homma. Það lýsti sér þannig að ég fann þessa skemmtilegu leið til að breyta tilkynningum á öðrum áhugamálum og setti inn “JReykdal er hommi” neðst í tilkynningu á forsíðuna í því skyni að vera með meinlaust grín (hér má skoða umræðuna sem myndaðist: http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost &iPostID=1622845&iBoardID=52 ).

Það sem ég gerði var að skoða tilkynningunna og breytti svo áhugamálinu í address bar í stjórnendaáhugamál mitt og þá komu upp stjórnendavalmöguleikarnir mínir. Þar breytti ég svo tilkynningunni. Nú geta forritarar hugi.is leist úr þessum vanda eða þið stjórnendur farið og sprellað.

Allaveganna, þá þykir mér miður að hafa sagt þetta um Hr. Jóhannes Reykdal þar sem að ég veit fyrir víst að hann er ekki hommi og á konu og barn (seinast þegar ég vissi til). Ég ætla því opinberlega að taka orð mín til baka og biðjast afsökunnar við Jóhannes þar sem hann er eflaust hinn ágætasti maður og ekki hommi. Einnig vil ég biðja Gúnda Aquatopia afsökunnar þar sem þetta kom víst undir hans nafni. Þetta átti ekki að skaða neinn og ég var einungis að prófa hvort þetta virkaði, ærumeiðingar voru enganveginn á stefnuskránni. JReykdal er ekki hommi.

Jæja, ég er þá búinn að leysa gátuna fyrir þá sem sáu þetta í tilkynningunni og vona að ég hafi ekki andlega skaðað JReykdal eða Aquatopia.

Jæja, ég kveð þá hugi.is með smá melodrama.

Ég vil þakka DAmage fyrir gott samstarf og að bíða fyrir mig í Muse röðinni.
Ég vil þakka öllum greinarhöfundum hugi.is fyrir áhugaverðar lestningar. Sérstaklega vil ég þakka:
mAlkAv
Pixie
Garsil
Barrett
TheCure
og öðrum snilldar pennum.
Ég vil þakka þér kæri lesandi fyrir að lesa þessa grein.

Því miður mun, tónlistarmaður dagsins og logo samkeppni gullaldarinnar
detta út (og jafnvel eitthvað meira smávægilegt sem ég hef gleymt).

kv.
Tannbursti

Til að fyrirbyggja allan misskilning: JReykdal er EKKI hommi.