Úrslitakvöld músíktilrauna fór fram í dag/gær föstudaginn 26.mars.
Kvöldið byrjaði klukkan 7 þegar dáðadrengir stigu á svið og tóku þrjú lög. Eftir það byrjuðu hljómsveitirnar að spila hver á eftir annarri. fyrst á svið var hljómsveitin

The Royal Fanclub. Royal Fanclub var ein af áhugaverðustu hljómsveitunum en ótrúlegt að hafi komist úr undanúrslitakvöldinu, spilaði ágætis lög en samt slakasta hljómsveit kvöldsins. skildi voða fátt eftir sig annað en frumlegheit.
Form áttanna voru aðrir á svið og voru töluvert athyglisverðari, spiluðu rólegt rokk með góðum hljóðfæraleik og einum besta söngvara keppninnar til þessa. (Hvar var hann þegar Idolið var?) Stuðningur frá áhorfendum var hinsvegar ekki mikill en það skiptir miklu máli í þessari keppnu og hlutu því engin verðlaun því miður.

Tony the pony, áður þekktir sem betlehem komu sem breytt hljómsveit frá seinustu tilraunum, orðnir heldur rokkaðri, trommuleikarinn mjög góður og annar gítarleikarinn frábær. Sá hinn sami var einnig söngvari en þrátt fyrir að hafa bætt sig frá seinast er hann ennþá ekki no´gu góður, á að halda sig við gítarinn, og láta einhvern annan syngja. 3.sæti, vel að því komnir

Brothers Majere ein af öskurhljómsveitunum og tókust vel til, söngvarinn einn allra besti öskrarinn sem ég hef heyrt í og hljóðfæraleikurinn frábær. Stuðningur úr salnum alls ekki nógu mikill til að geta unnið einhver verðlaun.

Hljómsveitin Zither átti þó nokkurt af stuðningsmönnum í salnum, hljómsveitin er greinileg vel æfð og áttu góða innkomu, samt engin yfirburðahljómsveit eða sigurvegarar og enda kom það í ljós þegar úrslitin voru tilkynnt.

Bertel, að mínu mati næst besta hljómsveitin, rythm gítarleikarinn var ótrúlegur og lögin skemmtileg og áhugaverð og kom með góð lög. Greinnliega ótrúlega vel æfðir en samt fengu þeir enginn verðlaund þrátt fyrir ágætis stuðningsmannahóp.

Manía voru fyrstir eftir hlé og tóku við góðum hljómsveitum sem höfðu verið fyrir hlé, hljóðfæraleikarnir voru frábærir og textarnir að lögunum og áttu þeir besta lagið að mínu mati. Þrátt fyrir að ég hafi talið þá bestu hljómsveitina fór eitt í taugarnar á mér og það var söngvarinn sem mér fannst ekki alveg hafa rétta rödd í lögin þrátt fyrir að það kom eitt og eitt móment sem hún passaði. Samt sem áður engin verðlaun

Lada sport, “grínistahljómsveit kvöldsins” reyndu sitt besta að vera fyndnir, alltof ofmetnir, en áttu góðan stuðningsmannahóp í salnum. Lögin leiðinleg og ég gat ekki beðið eftir að þeir væru búnir að spila. Stuðningsmannahópurinn skilaði þeim 2.sætið algjörlega óverðskuldað.

Kingstone var ein af slakari hljómsveitunum, hljóðfæraleikurinn var ágætur en lögin ekki nógu góð, seinasta lagið var þó skárst og var það harðasta lag þeirra og ættu þeir að halda sig við það. Söngvarinn á að halda sig við öskrin en ekki söngin, það fer honum mikið betur

Driver Dave önnur hljómsveit sem var ekki nógu góð, voru með mjög grípandi byrjanir og góð bassasóló enda bassaleikarinn valinn sá besti, öðru leyti ekki nógu skemmtileg lög eða textar.

Og seinastir á svið eða seinust voru sigurvegarar kvöldsins, athyglisverðasta hljómsveitin, eina kvennasveitin og með bestu söngvaran/söngkonuna, Mammút, var með mjög grípandi lög, skemmtilega texta og hreinlega bjargaði kvöldinu miðað við hinar þrjár hljómsveitirnar sem á undan komu, gaman að sjá stelpur spila, hljómsveitin var skipuð af tveim strákum gítarleikara og trommuleikara og stelpurnar, gítarleikari, bassaleikari og söngkona ásamt því að spila á hljómborð. Komu skemmtilega á óvart og sigruðu keppnina að þessu sinni, ef á heildina er litið voru þetta mjög skemmtilegar músíktilraunir og gaman verður að fylgjast með þeim á næsta ári.