Hvað gerði Kurt Cobain ? Spurningin sem ég ætla að varpa fram góðir hugarar er þessi “hvað gerði Kurt Cobain ?” Tjah, svarið yrði langt flókið og yrði sennilega mikið ágreiningsmál, þar sem mannkynið er nú bara einu sinni þannig að það er ekki hægt að gera öllum til geðs og allir hafa sínar skoðanir sem betur fer. En ég ætla að gerast svo djarfur að koma með svarið.

Kurt Cobain var sem allir vita söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Nirvana sem hann stofnaði ásamt félaga sínum Krist Novoselic árið 1987. Sem síðar átti eftir að breyta rokksögunni, þarna var komið eitthvað alveg nýtt, alveg einstakt sem aldrei verður leikið eftir.

Kurt Cobain og hljómsveit hans innleiddu nýja tónlistar stefnu sem kallast gunge eða grugg rokk á móðurmálinu. Sem er svona pönk og popp rokk einhvern veginn blandað saman. Nirvana er án efa ein áhrifamesta hljómsveit sögunnar, margar hljómsveitir hafa sprottið útfrá Nirvana t.d. Botnleðja og fl. En þá í dag eru hljómsveitir að koma með svona lélegar útgáfu af Nirvana eins og Óli Palli útvarpsmaður sagði eitt sinn að bönd eins og Creed, Limp Bizkit og fleiri væru svona hræðilegar útgáfur af Nirvana.

Það sem var einn helsti kostur Nirvana var hversu einföld lögin þeirra voru og Dave Grohl sagði á sínum tíma að þetta væru svona lög og eins maður lærir á leikskóla. Lög á borð við Lithium, Rape Me, Heart Shaped Box, Come As You Are og að sjálfsögðu S.L.T.S eru svona lög sem grípa mann alveg undir eins. Það er hreint ótrúlegt hvað lögin hjá þeim grípa mann og hvað þau eru mörg svakalega góð. Þetta sögðu þeir meira að segja sjálfir Kurt og félagar að þeirra helsti kostur væri einfaldleikinn og ég segi nú bara eins og sagt var forðum “ simplicity is beauty” Enda eiga einar tvær bestu hljómsveitir sögunnar Nirvana og Bítlarnir þann sameiginleika að vera með einfalda og grípandi tónlist.

Hljómsveitin Nirvana er án efa ein vinsælasta hljómsveit heims. Vinsældirnar eru ekki komnar útaf engu, það er alveg á tæru. Margir vilja meina að vinsældirnar eru á margan hátt komnar útaf dauða Kurt Cobains en þeir sem telja sig trú um það hafa bara engan veginn vit á því sem þeir segja. En auðvitað hafa kannski vinældir aukist enda er það bara tilhneyging mannsins að líta hærra upp til þeirra sem dauðir eru og ekkert við því að gera. En vinsældir Nirvana eru fyrst og fremst útaf óviðjafnanlegum lögum sem meistari Cobain hefur samið í gegnum árum og gefið okkur.

Kurt Cobain var ekki alls ekkert besti gítarleikari sem uppi hefur verið en afkastagetan var alveg í toppnum enda er það sem er spurt um. Þú getur alveg verið meistari á gítar og átt bágt með það að semja gott efni. En þú getur líka verið þokkalegur á gítar og samið ódauðlegt efni rétt eins og Kurt Cobain gerði. Það sem heillar mann líka við Cobain er hvernig hann syngur lögin, þessi hrjúfa keðjureykta rödd er alveg ómótstæðileg, og hvernig hann tjáir sig í gegnum lögin er magnað og verður seint toppað, sennilega aldrei. Manni finnst stundum eins og maður sé staddur í huga Kurts þegar hann syngur lögin hann svo einhvern veginn tekur mann með sér. Þetta er sérstök tilfinning sem maður á erfitt með að finna hjá örðum söngvurum.

Svarið við spurningunni í örstuttu máli væri að hann samdi ódauðleg lög sem hafa breytt lífi milljónum manna.

En 5. arpíl árið 1994 yfirgafan hann þennan heim og verður hann aldrei sá sami. Kurt Cobain verður seint toppaður.

Arnar Eggert og félagar ykkur er alveg óhætt að fýla Nirvana takið af ykkur þessa grímu og sættið ykkur við að Nirvana er frábær hljómsveit og vafalítið með þeim áhrifa mestu og bestu.



Takk Kurt Cobain fyrir allt sem þú hefur gert, þú munt alltaf lifa.



….Og það er við hæfi að enda þetta á orðum sem skáldið orti eitt sinn “Ef þú telur þig vera rokkara þá hlustar þú á Nirvana”