Guns N’ Roses – Greatest Hits Guns N’ Roses – Greatest Hits

Útgáfufyrirtækið Geffen ákvað að gefa út plötuna Greatest Hits með Guns N’ Roses fyrir nokkrum vikum. Geffen er í eigu Universal og voru menn þar orðnir dálítið óþolinmóðir eftir nýju Guns N’ Roses plötunni: “Chinese Democrazy” sem Axl Rose er búinn að seinka í einhver 9 ár. Chinese Democrazy á, held ég, heimsmet yfir mest seinkuðu plötu allra tíma. Þó að Greatest Hits hafi verið gefin út þá voru ekki allir sammála því að það ætti að gefa hana út. Þúsundir Guns N’ Roses aðdáendur voru á móti henni því lagalistinn var ekki nógu góður og fólk var að segja að þessi nýji diskur sýndi ekki sköpunargleði Guns N’ Roses því það eru 5 cover lög af 14 lögum á þessari plötu.

Aðdáendur voru ekki þeir einu sem voru á móti þessari plötu heldur eru Slash, fyrrum gítarleikari Guns N’ Roses og núverandi meðlimur í Velvet Revolver, Duff McKagan, fyrrverandi bassaleikari Guns N’ Roses og núverandi meðlimur í Velvet Revolver og maðurinn sjálfur hann W. Axl Rose allir búnir að leggja kæru á Geffen og Universal til að stoppa útgáfu þessarar plötu. Það gekk víst ekki því það er nú þegar búið að gefa þessa plötu út. Hún kom út 15. mars hérna á Íslandi og hefur hún náð nokkrum vinsældum. Það er búið að koma smá Guns N’ Roses æði hérna á Íslandi þessar stundir. T.d er Guns N’ Roses vika á X-inu 9.77 og Guns N’ Roses helgi á sjónvarpsstöðinni Popp tívi, en það er eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei sjá, Guns N’ Roses myndband á Popp tíví.

Ég ætla núna að fara yfir lagalistann og segja frá helstu kostum og göllum þessarar plötu.

Auðvitað byrjar diskurinn á Welcome to the jungle. Hvaða annað lag ætti að byrja þennan disk. Þetta lag byrjar diskinn fullkomlega. Lag sem markar byrjun Guns N’ Roses hérna forðum og byrjar með orðunum “Oh my god”. Þetta lag fjallar um þegar Axl kom fyrst til Los Angeles og róni á götunni sagði við hann: “You’re in the jungle baby. You’re gonna die”. Næsta lag er vinsælasta lagið sem Guns N’ Roses hafa nokkurn tíman átt og er það lagið Sweet Child O’ Mine. Sweet Child O’ Mine er eina lagið sem Guns N’ Roses eiga sem hefur lent í fyrsta sæti á billboard listanum. Þetta lag samdi Axl Rose til þáverandi eiginkonu sinnar, Erin Everly. Það var þetta lag sem bjargaði þeim því þeir voru löngu búnir að gefa út Appetite For Destruction og platan seldist ekki mjög vel en þegar myndbandið við þetta lag kom út hefur platan, Appetite For Destruction, ekki hætt að seljast og er ein söluhæsta plata allra tíma.

Patince er lag númer 3 og er örugglega eitt rólegasta Guns N’ Roses lagið. Þetta lag er acoustic og var tekið upp ásamt þrem öðrum acoustic lögum fyrir plötuna GNR’ Lies sem kom út árið 1988. Einfalt ástarlag og eitt af bestu Guns N’ Roses lögunum. Næsta lag á plötunni þekkja örugglega flestir, lagið Paradise City. Ódauðlegt lag og eitt allra vinsælasta Guns N’ Roses lagið með eitt flottasta og hraðasta sóló sem Slash hefur gert. Með þessi lagi sannar hann að hann er einn besti gítarleikari í heimi. Knocking on heavens doors er fyrsta cover lagið af fimm á þessari plötu. Þetta lag var upprunalega samið af Bob Dylan. Þegar Bob Dylan var spurður hvaða hljómsveit gerði besta cover lagið eftir hann sagði hann Guns N’ Roses því þeir voru einu af fáum sem hringdu í hann og spurðu sérstaklega hvort þeir mættu nota lag eftir hann. Þetta lag var á Use Your Illusion 2 og Axl syngur þetta lag frábærlega.


Næsta lag er Civil War og kom líka út á Use Your Illusion 2 og fjallar þetta lag um stríð og þess háttar, svona eiginlega eitt af fáu pólitísku lögunum sem Guns N’ Roses gerðu. Það má eiginlega segja að fyrri hluti plöturnar sé gallalaus en það koma nokkrir gallar eftir á. Arnold Schwarzenegger bað sérstaklega um að láta lag númer 7 í myndina Terminator 2. Það er lagið You Could be Mine. Arnold fór á Guns N’ Roses tónleika áður en Terminator 2 var gefin út og lenti þetta lag í þeirri mynd. Eitt af lögunum sem einkennir stíl Guns N’ Roses og þetta lag á heima á þessari plötu.

Næstu tvö lög eru ein af þessum ástarlögum sem Guns N’ Roses gáfu út. Það eru lögin Dont Cry og November Rain. Þetta eru tvö flottustu lög Guns N’ Roses og voru þau bæði á Use Your Illusion 2. Þessi lög er hluti af “trílógíunni” eins og ég kalla það en það er hægt að lesa um það í annarri Guns N’ Roses grein sem ég gerði áður. Og auðvitað eiga þessi lög heima á Greatest Hits. Eftir þessi lög byrja gallarnir við þessa plötu að koma í ljós. Núna eru eftir fimm lög en fjögur af þeim eru cover lög!

Live and let die er eitt af þessum drulluleiðinlegu Guns N’ Roses lögum. Eitthvað Paul McCartney cover lag en að mínu mati og ég endurtek(!) að mínu mati er Paul McCartney ótrúlega leiðinlegur tónlistarmaður og það er bara mín skoðun. Live and let die dregur diskinn niður en það er örugglega mörgum sem finnst þetta lag gott. Næsta lag er Yesterdays og er frumsamið og það á að skipta þessu lagi út fyrir Estranged sem er eitt besta lag Guns N’ Roses. Yesterdays er ekki næstum því jafn gott og Estranged og því burt með Yesterdays og inn með Estranged!

Ég skil ekki hvað næsta lag er að gera á þessum disk. Þetta er lagið Aint It Fun og er enn annað cover lag og þetta er svo sem gott lag en þetta á ekki heima á Greatest Hits. Ég held að þeir hafi bara reynt að troða einhverju Spaghetti Incident lögum inn á þennan disk því það voru ekki margir “hittarar” á þeirri plötu. Alveg gott lag en á ekki heima á Greatest Hits plötu og á að skipta þessu lagi út fyrir Nightrain eða Its so easy eða bara Down on the farm sem er eitt besta lagið á Spaghetti Incident.

Næst síðasta lagið er Since I dont have you og er enn eitt cover lagið. Lagið var upprunalega samið af Skyliners á 6 áratugnum og þetta lag er á Spaghetti Incident. Fínt lag með flottum gítarleik en það má líka skipta þessu lagi út með annaðhvort Rocket Queen, Used to love her eða One in a million. Þetta lag má svo sem vera þarna því annars er ekki lag af Spaghetti Incident eftir á plötunni. Síðasta lagið er cover lag og var samið af Rolling Stones og heitir þetta lag Sympahty for the devil. Þetta lag var aldrei á neinni Guns N’ Roses plötu því þetta lag kom út árið 1994 fyrir myndina Interview with a vampire og Guns N’ Roses gáfu síðustu plötu út árið 1993. Það má því segja að þetta lag er eitt af nýjustu lögunum með þeim en þetta lag er 10 ára gamalt! Ekki góður endir á Greatest Hits.

Heildarniðurstaða er sú að þessi plata er ekki fullkomin er hún er alveg góð og það mætti alveg skipta út nokkrum lögum fyrir önnur betri lög því þessi plata sýnir ekki nógu vel frumleika og sköpunargleði Guns N’ Roses. Fimm cover lög af fjórtán er ekki nógu gott og það er greinilega að þessi diskur var gerður á stuttum tíma og ekki mjög mikið lagt í hann. Það var ekki einu sinni talað við Axl og Slash og co en það var einmitt gert fyrir Best of Live era diskinn, þá var talað við Guns N’ Roses meðlimi og völdu þeir lög á þann sem sýnir líka að Live era er miklu betri diskur en þessi og það átti ekkert að gefa út þennan disk fyrr en eftir útgáfu Chinese Democrazy en sumir menn verða svo óþolinmóðir.

En allaveganna fær þessi diskur 7.5 í einkunn hjá mér. Fyrri helmingurinn á þessum disk er fullkominn en síðari hlutinn dregur hann niður. Það á að taka út Live and let die, Yesterdays, Aint it fun, Since I dont have you, og Sympathy for the devil og skipta þeim út fyrir: Estranged, Rocket Queen, One in a million, Used to love her, Nightrain og Its so easy eða hafa þetta bara tvöfaldan disk því þeir eiga nóg af góðu efni. Diskurinn er líka flottur í útliti og bætir það smá upp.

Ágætis diskur.

Kv. Roadrunne