Unplugged In New York Jæja gott fólk mér langar aðeins að koma með litla sæta grein um órafmögnuðu tónleika Nirvana í nýju jórvík.

Ég vil byrja á því að þessi grein er ekki skrifuð til þess að fólk fari að röfla um hvort Nirvana sé besta hljómsveit heims eða ofmetinn homma hljómsveit eða eitthvað í þá áttina. Það verður bara hver og einn að meta fyrir sjálfan sig. Ég og að mig grunar margir aðrir eru komnir með svolítinn leiða á því.


En það var nefnilega þannig að 18. nóvember 1993 héldu Nirvana órafmagnaða tónleika í New York. Pat Smear spilaði einnig á gítar á þessum tónleikum en Kurt sagði að honum finndist betra að hafa tvö gítarleikara til þess að hann gæti einbeitt sér meira af söngnum. Fyrir tónleikanna var Kurt hræddur um að aðdáendur hljómsveitarinnar minndu ekki fýla þessa tónleika vegna þess að þeir myndu ekki spila neitt af vinsælustu lögunum hjá þeim t.d. Smells Like Teen Spirit og Rape Me.

Eftirfarandi 14 lög má finna á disknum.


ABOUT A GIRL: Þetta lag kom út á Bleach, þetta lag finnst mér alltaf jafn flott. Þetta gleypir mann við fyrstu heyrn. Kurt samdi lagið 1988 um eina af sínum fyrstu kærustum.

Mín Einkunn: 9,0


COME AS YOU ARE: Þetta lag var gefið út á hina alþekktu Nevermind plötu. Þetta lag er nátturulega bara klassík, en það má alveg finna betri Nirvana lög.

Mín Einkunn: 8,0


JESUS DOESN´T WANT ME FOR A SUNBEAM: Þetta lag er upphaflega eftir The Vasilines. Krist Novoeslic spilaði á harmónikku í þessu lagi. Þetta lag er ekkert annað en flott

Mín Einkunn: 8,0


THE MAN WHO SOLD THE WORLD: Oki þetta er David Bowie cover. Kurt var mjög hræddur um að hann myndi klika eitthvað í þessu lagi, en kallinn tæklaði þetta og var mjög feginn þegar hann var búinn. Flott lag og rataði inn á “greatist hits” diskinn.

Mín Einkunn: 7,5


PENNYROYAL TEA: Kurt spilaði þetta lag einn og óstuddur af hans eigin ósk. Þetta lag er ekkert nema klassík og ég hef heyrt þessa útgáfu oft á Radio Reykjavík undanfarið. Kannski besta lagið á disknum.

Mín Einkunn: 10


DUMB: Eitt af þessum rólegu Nirvana lögum. Kurt samdi lagið árið 1990 en þetta lag er svona í þessum Rem/Bítla fýling. Textinn í laginu er mjög góður “I think I'm dumb, or maybe just happy” segir í laginu. Gott lag.

Mín Einkunn: 8,0


POLLY: Þetta lag þekkja náttlega allir. Kom út á Nevermind og er búið að vera ódauðlegt síðan. Textinn í laginu er oftar en ekki mistúlkaður og mönnum ber ekki alveg saman þar. Mínu mati gott lag en alls ekki besta lagið sem Kurtinn samdi.

Mín Einkunn: 8,0


ON A PLAIN: “I'm on a plain I can't complain” segir í laginu og má túlka á marga vegu! Snilldar lag, þetta lag er ekki á Greatest hits plötunni sem verður að teljast undarlegt.

Mín Einkunn: 9,5


SOMETHING IN THE WAY: Rólegt og magnþrungið, textinn í laginu fjallar um lífið undir brúnni þar sem Kurt eyddi ófáum klst. í æsku. Magnþrungið og gott lag.

Mín Einkunn: 8,0


PLATEAU: Þetta Meat Puppets lag coveruðu Nirvana á tónleikunum. Þetta var lengi í uppáhaldi hjá mér enda lagið tær snilld.

Mín Einkunn: 8,5


OH,ME: Einnig Meat Puppets lag. Það er óhætt segja að þetta lag er án vefa eitt af betri á disknum. ótrúlega flott rödd Kurts og frábær gítarleikur hjá Curt Kirkwood gera lagið í einu orði sagt makalaust.

Mín Einkunn: 9,5


Lake Of Fire: Rétt eins og hin tvö lögin er þetta upphaflega eftir Meat Puppets. Frábært lag og að margra mati besta lagið á disknum. Röddinn í Kurt nýtur sín vel í þessu. Ég hreinlega elska hvernig hann beitir henni.

Mín Einkunn: 9,0


ALL APOLOGIES: í þessu lagi fjallar Kurt um brúðkaup hans og Courtney Love. Lagið var gefið út á In Utero og einnig má finna það á “greatist hits” disknum. Mjög rólegt og gott lag

Mín Einkunn: 8,0


WHERE DID YOU SLEEP LAST NIGHT: Gagnrýnendur Nirvana steinþögðu þegarmeðan þeir tóku þetta lag. Þetta lag er klassík og ekki er það af ástæðulausu. Í síðari hluta lagsins byrjar Kurt að öskra sem einfaldlega kallar fram gæsahúðina afur og aftur.

Mín Einkunn: 10



Þá er yfirferðinni lokið. Eftir tónleikanna hélt Kurt að þetta hafi ekki alveg virkað, en Krist Novoselic var nú fljótur að telja Kurt af þeirri svartsýni, enda var fólk farið að halda að Kurt væri Jesús Kristur sjálfur. Það er alveg ljóst að þessir tónleikar eru ódauðlegir. Margir telja þetta vera bestu “live” tónleikar sem gefnir hafa verið út. Ekki ætla ég að lá þeim það. Þetta var svo síðasti diskur sem Nirvana gaf út meðan Kurt var á lífi. Og ef þú lesandi góður er ekki búinn að kaupa þennan disk nú þegar mæli ég eindregið með honum.


Ég er að pæla í að vera ekkert að lenga þetta, og þakka fyrir mig í bili.