Pixies til Íslands Pixies til Íslands!

Fyrstu tónleikar þeirra í Evrópu í 12 ár verða hér á landi.

Bandaríska rokk hljómsveitin Pixies er að koma saman aftur og mun hún halda tónleika hér á Íslandi þann 26. maí næstkomandi.

Hljómsveitin var stofnuð í Boston 1986 og var hún fljótt að safna í kringum sig mjög dyggum aðdáendahóp ásamt því að verða mjög virt og vel tekið hjá gagnrýnendum. Á þeim sex árum sem hún starfaði gaf hún út fimm breiðskífur á 4AD plötufyrirtækinu; “Come On Pilgrim” (1987); “Surfer Rosa” (1988); Doolittle (1989); “Bossanova” (1990) og “Trompe Le Monde” (1991). Sveitin náði sérstaklega góðum árangri í Evrópu og má segja að hún hafi rutt veginn fyrir bönd úr neðanjarðar-rokkgeiranum eins og Radiohead, Nirvana og Pearl Jam á leið þeirra til heimsfrægðar. Aðspurður sagði Kurt Cobain að honum finndist “Surfer Rosa” vera besta plata 9. áratugarins og að þegar hann hefði verið að semja “Smells Like Teen Spirit” þá hefði hann eiginlega bara verið að reyna herma eftir Pixies. Árið 2003 nefndi tónlistartímaritið NME “Doolittle” sem aðra bestu plötu allra tíma.

Eins og áður sagði hefur hljómsveitin komið saman aftur með öllum upprunalega mannskapnum og munu þeir hefja tónleikaferðalag sitt (sem er þeirra fyrsta tónleikaferð síðan þeir voru með U2 á ZOO TV seríunni árið 1992) í Bandaríkjunum. Hefst ferðin um BNA í byrjun í apríl og endar í 1. maí á Coachella Valley tónlistar- og listahátíðinni í Kaliforníu þar sem þeir eru stærstu nöfnin ásamt Radiohead og Kraftwerk. Að því loknu halda þeir til Evrópu og verður fyrsta stoppið þeir hér á landi þann 26. maí.

Það er tónleikafélagið Hr. Örlygur sem flytur Pixies inn. Tónleikarnir verða í Kaplakrika þann 26. maí. Samkvæmt sérstökum óskum Pixies mun Einar Örn “Ghostigital” hita upp. Allar upplýsingar um miðasölu verða auglýstar síðar.

Hr. Örlygu