Fyrir þá sem hafa búið í kassa alla sína ævi, þá hefur Boston-kvartettinn Pixies ákveðið að taka upp þráðinn og hyggja á ægilegan evróputúr í sumar. Þetta kom mér þónokkuð á óvart sérstaklega þar sem ég taldi hérna áður fyrr mun líklegra að Bítlarnir myndu lifna við og byrja túra frekar en Pixies.

Ég hef verið algjör die-hard Pixies aðdáandi um allangt skeið og á auðvitað allt útgefið efni frá þeim og síðan nokkrar bootlegs plötur sem ég held mjög mikið uppá. Þó svo að hljómsveitin hafi fengið mikla viðurkennigu frá fólki sem veit eitthvað um tónlist finnst mér hún samt sem áður stórkostlega vanmetin. Pixies er að mínum dómi allra besta hljómsveit sem spilað hefur á þessari kúlu (þó víðar væri leitað) og hananú!

Ég tel mig vera mikinn fagurkera þegar kemur að tónlist og þykist vita þó nokkuð um þennan bransa. Tónlist er að mínum dómi mjög aðdáunarvert tjáningarform og fíla í raun aðeins þær hljómsveitir og þau lög sem skilja eitthvað eftir sig, en það eru hljómsveitir og listamenn á borð við Led Zeppelin, Pink Floyd, Cat Stevens, Smashing Pumpkins og fleiri.. að ógleymdum aðvitað Pixies.

Flestir kannast við plötu þeirra ‘Dolittle’ en hún hefur verið valin önnur besta plata allra tíma af einhverju bresku tímariti sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Hún er auðvitað frábær, en mér finnst hún ekki sú besta. Fjórða breiðskífa sveitarinnar ‘Bossanova’, sem kom út árið 1990, er skotheldasta plata sem ég hef komist í tæri við á 22 ára ferli mínum sem jarðnesk vera. Þá er lagið The Happening á þeirri plötu eitt dýrlegasta lag allra tíma.. Það væri gaman að fá feedback frá fólki sem hefur eitthvað um þetta að segja :)

Nú er sú staða komin upp að krakkarnir í Pixies ætla að koma við á litla Íslandi á tónleikaferðalagi sínu þann 26. maí næstkomandi. Ég á ekki eftir að trúa því fyrr en ég sé þá stíga upp á svið en þetta er víst orðið officialt. Þá finnst mér ekki uppá það bjóðandi og ekki sæma hljómsveit af þessu kalíberi að spila í laugardalnum, hvað þá í kaplakrika!! Ég krefst þess að Pixies fá að spila í Egilshöll! Það er mun skárri kostur í alla staði..

Ég segi fyrir mitt leiti að ég er mjög spenntur fyrir þessu öllusaman og vona innilega að þetta gangi alltsaman upp. Hvað segið þið…