Já, það er staðreynd að ég ætla koma með smá Nirvana grein. Ástæðan er sú að árið 2002 kom út safndsikur með Nirvana. Lögin á disknum eru 14 talsins. Á disknum var lagið “You Now Your Right” sem eins og kannski líðurinn veit aldrei komið út áður á disk. Málið er að ég er svolítið ósammála lögunum á disknum. Jújú, auðvitað eru þetta öll góð lög allt það en ég sakna samt nokkurra laga sem að mínu mati hefðu mátt vera þarna inn. En auðvitað er það nátturulega bara mín skoðun og ég bara stend og fell með henni.

Best Of diskurinn innihélt eftirfarandi lög:

You Know You're Right
About A Girl
Been A Son
Sliver
Smells Like Teen Spirit
Come As You Are
Lithium
In Bloom
Heart-Shaped Box
Pennyroyal Tea
Rape Me
Dumb
All Apologies
The Man Who Sold The World


….þetta eru þessi 14 lög, fullt auðvitað af lögum sem eiga heima þarna og frægustu lögin þeirra, t.d. Teen Spirit og Lithium.


En þessi 14 lög hefði ég valið:

1)Aneurysm:
Að mínu mati eitt af allra bestu lögunum. Mér finnst mjög skrýtið að þetta lag skuli ekki vera inni. Lagið er
samið til Tobi sem var fyrrverandi kærasta Kurts og samdi hann lagið rétt eftir að hún sagði honum upp. “Love you so much it makes me sick” sagir í textanum og segir allt sem segja þarf um hvað lagið fjallar.

2)Radio Friendly Unit Shifter:
Þetta lag er mjög vanmetið að mínu mati. Þetta lag er nr. 10 á In Utero disknum. Intro-ið er mjög sérkennilegt og það gæti kannski valdið að margir gefa laginu ekki séns. Þið vitið efllasut hvað ég er að tala um. Frábært lag.

3)Drain You:
Góðan daginn! Þetta lag er snilld. Þetta lag var í miklu uppáhaldi hjá bandinu sérstaklega Kurt þess vegna kemur mér eða kom mér mjög á óvart að þetta skuli ekki vera á disknum. Textinn laginu fjallar einnig um Tobi. Lagið byrjar á hinu fleygu orðum “One baby to another said I lucky to met you” Kannski besta Nirvana lagið.

4)Smells Like Teen Spirit:
Ef maður býr til lista yfir bestu lögin hjá Nirvana þá er ekki hægt að horfa fram hjá “smellsinu” Ég held að ég sé ekkert í bráðri lífshættu ef ég segi að þetta sé eitt af frægari lögum sögunnar.

5)Sappy:
Þetta lag var aldrei gefið út á disk, sem er hreinum ólíkindum. lagið er svona í rólegra kantinum og laglínan grípur strax(eitt af þeim) lagið gengur einnig undir nafnið “Verse Chorus Verse” en upphaflega átti in Utero að heita það. Mjög gott lag hjá kurt kallinum.

6)Lithium:
Þetta lag er ekki hægt að komast hjá að nefna. Textinn í laginu er frábær “I´m so ugly but that´s ok 'cause so are you” einhvern tíamann heyrði ég papa roach covera þetta lag og kom það vægt til orða tekið illa út. Einnig tók Belginn þetta(sem ég man ekki alveg hvað heitir) í World idol en það kom alveg ágætlega út hjá kallinum. En Simon Cowell var ekki alveg sammála mér í því en hann sagði að þetta hefði verið versta martröð Kurt Cobains !!!

7)Pennyroyal Tea:
Þetta lag hefur lengi verið dáldið í uppáhaldi. Formúlan í laginu er svona ekta Nirvana, byrjar rólega svo kemur “killer Chorusinn” sólið í þessu er vægt til orða tekið snilld.

8)Negative Creep:
Ég hefði verið til í að sjá þennan smell sem má finna á bleach. Þetta lag er svona ekta Nirvana í kringum þetta ´89-90. Einhver sagði að þeir hefðu verið lang bestir þá graðastir og harðastir. Þetta lag er allavega gott svo ekki sé meira sagt.

9)Lounge Act:
Það er eitthvað við þetta lag sem ég er hrifinn af. Alveg síðan ég fékk Nevermind diskinn á sínum tíma hefur þetta lag verið alltaf í mikið í uppáhaldi. Þetta lag er líka um Tobi rétt eins og Drain You og Aneutysm.

10)On A Plain:
Þetta lag vantar! Mjög svona “kröftugt” og grípandi lag. “I love myself better than you” En textinn í laginu þykir og er mjög góður.

11)Milk it:
Þetta lag má finna á In Utero. Þetta er vanmetið lag finnst mér. Textinn í laginum samdi Kurt bara á “nóinu” í studio-inu. Þetta lag er kröfugt og gott. Hefði vilja sjá það.

12)Oh Me:
Þetta lag er upprunalega eftir The Vaselines ef ég man rétt en Nirvana tók þetta lag á Unplugged tónleikunum í N.Y. Mér persónulega finsnt þetta betra en t.d. Where did you sleep night sem er á safndsiknum, samt ekki misskilja mig Where did you sleep night er mjö gott lag. En þetta lag heillaði mig mjög, sérstaklega eftir því sem ég fór að hlusta oftar á það.

13)Heart-Shaped Box:
Þetta er erfitt að tala um best of án þessa lags finnst mér. Í laginu fjallar Kurt um samband hans og Courtney Love og heróin misnotkun þeirra. Flott lag, og er formúlan svona rétt eins og í Pennyroyal Tea.

14)Scentless Apprentice:
Þetta lag hefur bara mér alltaf fundist alger snilld. Ég hef voðalitlu við það að bæta. Öskrin í Kurt eru helvíti töff í laginu. Þetta er kannski ekkert lag sem maður verður skotin í við fyrstu heyrn en þetta er snilldar lag.




…Jæja þá er þetta komið á blað. Ég tek það alveg sérstaklega fram að þetta er auðvitað bara mín skoðun á hlutunum.


En spurninginn er hinsvegar hvað finnst ykkur ?


p.s. þeir sama hafa ekkert annað í huga en að vera með röklaus skítköst plízzz gerið eitthvað annað en að vera að svekkja ykkur á því að vera lesa þessa grein og koma með einhver leiðindi.




kv.Return