ROKKVEISLA Í REYKJAVÍK FYRSTU HELGINA Í MARS! RestingMind Concerts og Metal Blade Records kynna

AMON AMARTH (Svíþjóð)

ROKKVEISLA Í REYKJAVÍK FYRSTU HELGINA Í MARS!

SEX ERLEND STÓRTÍMARIT MEÐ Í FÖR!

Já, það verður sannkölluð veisla fyrir rokkþyrsta Íslendinga dagana 5. og 6. mars næstkomandi, því þá mun sænska vikingametalsveitin Amon Amarth leggja leið sína til Íslands. Amon Amarth þessi spilar kraftmikið en melódískt dauðarokk og er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Metal Blade.

Það er eitt af stóru metal-merkjunum í heiminum og er þessi sveit mjög virt og talin ein af frumkvöðlum víkingametalsins. Hefur hún t.d. margsinnis farið yfir til Bandaríkjanna til að spila og er fastagestur á sumarfestivölunum í Evrópu. Koma þeirra hingað er tvímælalaust hvalreki fyrir rokkþyrsta íslendinga!

SEX ERLEND STÓRTÍMARIT MEÐ Í FÖR
Metal Blade kann einnig svo sannarlega að gera vel við sína, því að þeir hafa ákveðið að bjóða blaðamönnum frá stærstu metaltímaritunum í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Svíþjóð, ásamt einu þekktasta ritinu í Bretlandi til þess að fjalla um tónleikana. Þetta eru blöðin
TERRORIZER - eitt virtasta metal tímaritið í Bretlandi,
ROCK HARD - stærsta metal blaðið í Evrópu! (frá Þýskalandi),
ROCK HARD - stærsta metal blað Frakklands,
CLOSE-UP MAGAZINE - stærsta metal blað Svíþjóðar, ritsjórinn mætir,
METAL HAMMER (ítalía) - stærsta metal blað Ítalíu, ritstjórinn mætir,
AARDSCHOK - stærsta metal blað Hollands og Belgíu.

Öll þessi blöð munu fjalla um tónleikana og ferðina til Íslands á 2 - 4 síðum.

Þetta þýðir ekki einungis að Amon Amarth verður gerð góð skil í þessum blöðum, heldur býðst upphitunarhljómsveitunum einnig alveg einstakt tækifæri til að koma sér á framfæri. Það þykir nokkuð ljóst að þessir blaðamenn munu fjalla um íslensku böndin að einhverju leyti og að mörg þúsund manns í Evrópu munu lesa um þennan íslenska stóratburð.

ÚTSENDARAR METAL BLADE EINNIG MEÐ Í FÖR - GERÐ DVD
Þetta er samt ekki allt, því að með í för verða einnig 3 fulltrúar Metal Blade útgáfunnar. Það þýðir að íslensku sveitirnar hafa þarna alveg einstakt tækifæri til að verða “uppgötvaðar”. Slíkt gerist ekki á hverjum degi á Íslandi og því um að gera fyrir sem flesta að mæta og styðja íslensku böndin!

Þar að auki verða nokkrir erlendir kvikmyndargerðarmenn á staðnum til að taka upp efni fyrir væntanlega DVD útgáfu Amon Amarth. Enn meiri ástæða til að mæta og sýna umheiminum hversu frábært er að koma til Íslands að spila.

TÓNLEIKARNIR
Haldnir verða tvennir tónleikar með Amon Amarth, hinir fyrri verða föstudaginn 5. mars á Grand Rokk og þeir seinni 6. mars í Tónlistarþróunarmiðstöðinni útá Granda (leið 2 stoppar beint fyrir utan) og verða þeir fyrir alla aldurshópa. Aðgangseyri verður haldið í lágmarki, eða aðeins 1200 krónur hvert kvöld. Upphitunarhljómsveitirnar skipa landsliðið í íslensku þungarokki og er uppröðunin eftirfarandi:

Föstudagur 5. mars
Grand Rokk
20 ára aldurstakmark
Opnar 22:00 - Byrjar 23:00
Upphitun:

BRAIN POLICE
CHANGER
MÚSPELL

Laugardagur 6. mars
Tónlistarþróunarmiðstöðin úti á Granda
EKKERT ALDURSTAKMARK
Opnar 18:30 - Byrjar 19:00
Upphitun:

ANDLÁT
DARK HARVEST
SÓLSTAFIR

TÓNDÆMI MEÐ AMON AMARTH
“Death In Fire” - http://www.metalblade.de/mp3/amonamarth-Deathinfire.mp3 (4741 KB) from “Versus The World”
“Masters Of War” - http://www.metalblade.de/mp3/amon_masters1.mp3 (3839 KB) from “The Chrusher”
“Ride For Vengeance” - http://www.metalblade.de/mp3/aa_ridefor.mp3 (3677 KB) from “Once Sent From The Golden Hall”
“Metalwrath” - http://www.metalblade.de/mp3/aa_metalwrath.mp3 (3138 KB) from “The Avenger”

TAKIÐ FRÁ ÞESSA HELGI, ÞVÍ ÞAÐ VERÐUR ALLT BRJÁLAÐ!
Resting Mind concerts