Já kæru hugarar hvort sem ykkur líkar betur eða verr ætla ég að koma með grein um diskinn Bleach, sem flestir rokkarar ættu að kannast við. Hljómsveitin Nirvana sem einhverjir ættu að kannast við gáfu þennan disk út sumarið 1989, en þá fóru hjólin að rúlla í átt að heimsfrægð. Nirvana ætlaði fyrst að skýra plötuna “Too many humans” en síðar var nafnið “Bleach” ákveðið. Kurt las einhvern tímann á skilti þar sem stóð “Bleach your works” og var nafnið bleach ákveðið að skyldi vera nafnið á fyrstu breiðskífu þeirra félaga. Chad Channing barði trommurnar á diskinum, en hann fékk svo að fjúka skömmu seinna.

Ég ætla núna að gefa lögunum á þessu meistarastykki stjörnur 1-5.

1. Blew : ***
2. Floyd The Barber : ***
3. About A Girl : *****
4. School : ****
5. Love Buzz : ****
6 .Paper Cuts : **
7. Negative Creep : *****
8. Scoff : ***
9. Swap Meet : ***
10. Mr. Moustache : **
11. Sifting : ***
12. Big Cheese : ***
13. Downer : ****



Já að mínu mati standa About A Girl og Negative Creep upp úr. Ekki má samt gleyma lögum eins og Shcool og Love Buzz. Þessi diskur er mjög hrár og ef til vill of hrár að margra mati. En öðrum finnst þetta besti diskurinn þeirra. Mér finnst þessi diskur vera alger snilld, svona alveg ekta grugg rokk sem maður er að fýla alveg í ræmur. Love Buzz er cover lag frá að ég held sjötta áratugnum, þá var þetta lag svona rólegt eitthvað sveitalag en það er óhætt að segja að Kurt og félagar gera þetta lag djöfulli flott.


Gaman væri að heyra ykkar álit á plötunni.

Jæja ég er að pæla í að vera ekkert að lengja þetta og þakka fyrir mig í bili.



………og já vel á minnst titillinn á greininni ætti kannski að tala sínu máli, geriði það sem ekki hafa hug á öðru en að væla og tuða í commentum sleppiði því og hlýfið öllum hinum. Maður er orðinn frekar þeyttur á því. Takk fyrir.




kv. Return