Muse Muse skipa þeir Matthew James Bellamy sem spilar á gítar, píanó og syngur, Dominic James Howard sem spilar á trommur og Christopher Tony Wolstenholme sem spilar á bassa. Hljómsveitin kemur frá Devon í Bretlandi sem er 15000 manna bær í suður Englandi. Tríóið byrjaði að spila saman aðeins þrettán ára gamlir, spilandi cover af mörgum vinsælum lögum frá fyrri hluta 10. áratugsins. Þeir báru nokkur nöfn t.d. Gothic Plague, Fixed Penalty og Rocket Baby Dolls en eftir að þeir fóru að búa sjálfir til lög og taka tónlistina alvarlega ákváðu þeir nafnið Muse.

Matt Bellamy fæddist í Cambridge, en flutti til Devon þegar hann var 10 ára með fjölskyldu sinni en faðir hans var tónlistarmaður og í hljómsveit. Matt hafði haft áhuga á tónlist alla sína æsku. Þegar hann var 14 ára skyldu foreldrar hans og hann fór að búa hjá ömmu sinni og eftir það byrjaði tónlist að verða stærri partur í lífi hans.

Dom Howard, svipað og Matt, flutti til Devon þegar hann var 8 ára. En ólíkt Matt tengdist fjölskylda hans ekkert tónlist eða annari list, en Dom sjálfur viðurkennir að áður en hann fór í framhaldsskóla hafi tónlist hafi bara verið eitthvað sem hann sá í sjónvarpinu.

Chris Wolstenholme fæddist í Yorkshire, en móðir hans var frá Devon og þau fluttust þangað þegar Chris var 11 ára og segir hann líkt og Dom að hann hafi ekki fengið neinn sérstakan áhuga á tónlist fyrren í framhaldsskóla.

Muse gáfu út sína fyrstu plötu, Showbiz, árið1999. Lagið Muscle Museum var áður búið að vekja gríðarlega athygli og toppa nokkra rokklistana. Showbiz fékk góðar móttökur og frábæra dóma víðsvegar.

Árið 2001 gáfu Muse út sína aðra plötu, Origin Of Symmetry. Persónulega finnst mér þessi diskur vera besta verk Muse hingað til með lögum eins og New Born, Bliss, Plug in Baby, Citizen Erased og fleiri.

Nýjasta plata þeirra heitir Absolution en hún kom út í september á síðasta ári. Þessi plata gaf hinum tveimur ekkert eftir. Lög eins og Time is Running Out, Stockholm Syndrome, Hysteria og eiginlega öll hin lögin gera þessa plötu af jafn miklu meistaraverki og hinar tvær plöturnar og fékk Absolution frábæra dóma víðsvegar.

Síðan 10. desember 2003 troðfylltu Muse Laugardalshöllina mér og öðrum til mikillar gleði :D Mörgum fannst tónleikarnir ekki hafa verið nógu góðir en persónulega fannst mér þeir snilld!