The Doors Á miðjum sjöunda áratugnum var James D. Morrison, betur þekktur sem Jim Morrison að stunda kvikmyndanám við U.C.L.A. í Bandaríkjunum. Annar drengur að nafni Raymond Manzerak stundaði einnig nám við skólann og hann og Jim vinguðust fljótt. Ray spilaði á hljómborð í lítilli hljómsveit sem spilaði oft á skólaskemmtunum og þannig rugli. Þeir kynntust John Densmore (trommur) og Robbie Krieger (gítar) í hugleiðslutíma og fljótlega stofnuðu þeir hljómsveit. Það sem einkenndi hljómsveitina var að það var enginn bassi heldur orgel. Jim Morrison var mjög menningarlegur og samdi mikið af ljóðum og las þau einnig. Hann fann nafnið The Doors í ljóðabók eftir Aldous Huxley, “The Doors of perception are opening”. Innan skamms voru þeir að spila á skemmtistöðum bæjarins og hituðu oft upp fyrir stærri hljómsveitir.

Kvöld eitt voru The Doors að hita upp fyrir hljómsveitina Love á litlum stað sem hét Whiskey a go-go. Jac Holeman forseti Elektra records var einmitt á þessum tónleikum til að sjá Love. Fyrst fannst honum alls ekkert varið í þá en við frekari hlustun breyttist skoðun hans og það endaði með því að The Doors fengu plötusamning hjá þessum risa, sem gerðist einu ári eftir stofnun hljómsveitarinnar eða árið 1966.

Árið 1967 var fyrsta platan þeirra gefin út sem hét því frumlega nafni The Doors. Fyrsti hittarinn þeirra var Break on Through sem var upprunalega gefið út á smáskífu en þegar að Light My Fire fór að óma útum allt þá varð það vinsælara. Blues/Psychedelíu-blandan kom mjög vel út og fyrr en varir voru þeir orðnir heimsfrægir. Í októbermánuði ársins 1967 kom svo aftur út plata frá þeim sem hét Strange Days. Önnur plata þeirra var ekki eins góð og sú fyrsta samkvæmt gagnrýnendum (og mér) en átti samt nokkra hittara á borð við Love me Two Times, People Are Strange og When the Music’s Over. Morrison var á þessum tíma byrjaður að gleyma að mæta á tónleika og oft kom fyrir að hann dó áfengisdauða á sviðinu eða gleymdi einfaldlega textunum. Þeir vöktu ekki mikla athygli á sér fyrrenn þriðja breiðskífa þeirra, Waiting for the Sun kom út í júlímánuði ársins 1968.

Waiting for the Sun fékk svipaða dóma og Strange Days. Byrjunarlagið, Hello I Love You ásamt The Unknown Solider og Five To One voru talin bestu lög plötunnar. Þróunin var ekki mikil hjá þeim en það skipti svosem engu þar sem stíllinn var klassískur. Á næstu plötu þeirra (The Soft Parade) fóru þeir að gera tilraunir með blásturshljóðfæri og tónlistin fór eitthvað að þróast. Platan fékk svipaða dóma og tvær fyrri plötur þeirra. Touch Me, Shaman’s Blue og Wild Child voru talin bestu lög plötunnar. Absolutley Live var næsta breiðskífa þeirra og hafði engin þeirra fengið eins lága dóma og hún. Þau tvö lög sem stóðu uppúr Back Door Man og Build Me A Woman. Mér persónulega finnst Alabama song besta lagið á þeirri plötu.

Sama ár og Absolutley Live kom út kom Morrison Hotel út. Morrison Hotel var eina platan fyrir utan þá fyrstu sem fékk yfir 4 stjörnur. Waiting for the Sun, Queen of the Highway og Indian Summer finnst mér persónulega best en þar sem öllum er sama um mínar skoðanir fer ég ekkert að tala neitt um það. Það var ekki fyrrenn árið 1971 að platan sem líklegust var til að slá fyrstu plötu hljómsveitarinnar við kom út, L.A. Woman. Love Her Madly, Riders of The Storm og titillagið L.A. Woman voru best á þessari plötu. Í viðlaginu á L.A. Woman segir Jim “Mr. Mojo Rising” í sífellu, en ef maður ruglar stöfunum fær maður út Jim Morrison.

Á sama ári fór Jim Morrison til Parísar vegna þunglyndis og annara persónulegra vandamála. Hann ákvað að dvelja þar og semja nýtt efni fyrir The Doors sem biðu allir eftirvæntingarfullir heima í Los Angeles. En ekkert var úr því þar sem að Jim Morrison lést þann 3. júlí 1971, deilt hefur verið um dauðadaga hans en mér finnst líklegast að hann hafi verið útaf eiturlyfja braseríi. Eftir dauða Jim Morrison héldu hinir áfram, John Densmore byrjaði með einhvern þátt á MTV, Robbie byrjaði að sólóerast og Ray var eitthvað að prósdúserast fyrir hljómsveit að nafni X.

Ég vona að þessi frætt nóg um hljómsveitina, ég veit að það er eflaust helling af staðreyndavillum og ég vil biðja ykkur sem vita meir en ég að leiðrétta mig, einnig eru málfræðileiðréttingar leyfðar, heimildir eru flestar af Allmusic.com og einnig þakka ég aðstandendum Google.com fyrir að hafa hjálpað mikið við gerð greinarinnar.

verwex