Hafiði heyrt um Dessert Sessions? Flest ykkar vita hver Joshua Homme er, en hann er einmitt forsprakki þessa verkefnis. Dessert Sessions er nefninlega ekki ein hljómsveit, heldur hópur af allskonar tónlistarfólki sem hittist og tekur upp plötu. Joshua Homme byrjaði með þetta 1997, en þá fékk hann vini sína og fyrrum hljómsveitar félaga til þess að koma í Rancho de la Luna stúdíó og djamma með sér. Og þeir tóku djammið upp og gáfu út plötu, sem er Dessert Sessions 1&2. Þessi plata inniheldur 9 lög. Svo koll af kolli koma plöturnar út, Dessert Sessions 3&4, Dessert Sessions 5&6, Dessert Sessions 7&8, og svo loks núna í október kom sú nýjasta út, Dessert Sessions 9&10.
Dessert Sessions 9&10 inniheldur 14 lög. Spiluð og samin af Josh Homme (QOTSA), PJ Harvey, Joey Castillo (QOTSA), Twiggy Ramirez (Marilyn Manson/A Perfect Circle), Dean Ween (Ween), Chris Goss (Master of Reality), Josh Freese (The Vandals/A perfect Circle).
Diskurinn er spilaður, saminn og tekinn upp á 8 dögum. Þannig að maður fær svona sanngjarna og hreinskilna tónlist.
Ég mæli með að þið hlustið á þennan disk, þið hafið ef til vill heyrt eitt lagið á skjá 1. Þar er PJ Harvey og Josh Homme að syngja.
Og endilega, ef eitthver veit meira, eða sér eitthverja vitleysu hjá mér… látið í ykkur heyra.