“You aint a baby no more baby
You aint no bigger than before baby
I'll rub that cheap black off your lips baby
so take a swallow as i spit baby”


Brooklyn-ska tríóið (The) Yeah Yeah Yeahs skipa þau Karen O, sem að sér um sönginn, Nick Zinner, sem að er gítarleikarinn og Brian Chase sem að sér um drumbuslátt (til gamans má geta að Brian er einnig trommari í annari hljómsveit sem að heitir The Seconds).
Þau Brian og Karen hittust í einhverjum “artí-fartí” menntaskóla, þar sem að Brian lærði um Jazz og tónlistarsögu en Karen var á almennri braut. Þau kynntust seinna Nick, sem að var að læra ljósmyndun, á bar í gegnum sameiginlega vini. Þau ákváðu í miðju fylleríi að stofna hljómsveit og tókst það svo fjári vel upp að tvemur árum seinna eru þau búin að gefa út breiðskífu og hljóta geisi mikilla vinsælda!
Ég er kannski að fara heldur hratt yfir sögu….
Þau sömdu nokkur lög saman til að byrja með og hófu að spila á börum, og bara þar sem að þau gátu, víða í New York borg, sem að “skilaði sér”, því að þau hófu að hita upp fyrir ýmsar þekktar hljómsveitir t.d. The Strokes & The White Stripes.
Eftir smá túrerí var kominn tími til að gefa eitthvað út og láta heyra í sér af viti…. Í stúdíó var haldið og útkoman var smáskífa sem að hlaut einfaldlega nafnið Yeah Yeah Yeahs. Á henni voru lögin “Bang”, “Mystery Girl”, “Art Star”, “Miles Away” og “Our Time”. Var skífan gefin út í Mars 2002 af Touch and Go . Í kjölfar þessarar skífu fylgdi önnur smáskífa sem að hlaut nafnið “Machine” en fyrsta lag plötunnar heitir einmitt því sama nafni, annað lagið er svo “Graveyard” og þriðja og seinasta lagið er síðan svolítið klikkað remix af laginu “Pin”. Þessi skífa kom út í Nóvember sama ár og var gefin út af sama plötu fyrirtæki.
Það var hins vegar ekki fyrr en í apríl 2003 sem að fyrsta breiðskífa þeirra kom út. Á henni var að finna nokkur gömul en endurbætt lög og nokkur ný, og eins og áður sagði naut hún einhverra vinsælda og hafa YYY's með henni skipað sér sess sem einni af fremstu hljómsveitunum í nýbylgju New York rokki.


Nokkrar síður um þau sem að ég mæli með :
http://www.yeahyeahyeahs.com/
= Official Síðan
http://yyy.inherpalm.com/
= Fan Club
http://www.yeahs.vze.com/
= rosalega flott hönnuð aðdáendasíða
http://www.geocities.com/yeahyeahyeahs_ba ng/
= fyrsta aðdáenda síðan
http://www.efa-medien.de/labels/clearspot/artist s-eng/WICHITA/yeah_yeah_yeahs.htm
= mp3 o.fl.


Vonandi njótið þið greinarinna :)
kv. Júlía
.ZeLLa.