AC/DC - Live At Donington Núna rétt fyrir jólin gaf AC/DC út á DVD tónleika. Tónleikarnir voru hluti af Monsters of Rock hátíðinni sem haldin var við Donington kastala 1991.
Ég ætla ða segja álit mitt á þessu öllum saman í þessari grein.

1. Thunderstruck
2. Shoot To Thrill
3. Back In Black
4. Hell Ain't A Bad Place To Be
5. Heatseeker
6. Fire Your Guns
7. Jailbreak
8. The Jack
9. Dirty Deeds Done Dirt Cheap
10. Moneytalks
11. Hells Bells
12. High Voltage
13. Whole Lotta Rosie
14. You Shook Me All Night Long
15. T.N.T.
16. Let There Be Rock
17. Highway To Hell
18. For Those About To Rock (We Salute You).

Eins og sjá má þá er þessi lagalisti alveg magnaður.
Ég varð fyrir eilitlum vonbrigðum með tónleikana. Brian og Angus voru þeir einu sem eitthvað gerðu, Malcolm og Cliff stóðu bara þarna fyrir aftan.
Hljóðið er hörmung, í nærri öllum lögum þá er rhytma gítar svo lár að það rétt heyrist í honum.
Áhorfendurnir voru um 100,000 eða þar um bil, maður tekur ekki eftir þeim, sem er mjög stór galliþ Maður sér það alveg á svipnum á AC/DC að áhorfendurnir eru ekki að standa sig.
En diskurinn inniheldur aukaefni, meðal annars tala Malcolm og Angus um alla diskana. Einnig eru sér myndavélar fyrir hvern meðlim og hægt er tildæmis að stilla á Angus “cam” og þá eru nokkur lög sýnd bara með honum.

En eins og ég sagði áður þá varð ég fyrir vonbrigðum, Stiff Upper Lip DVD er miklu betri, þessi diskur allt í lagi.

7/10 – AC/DC hefðu getað gert miklu betur.