The Mars Volta - De-Loused in the Comatorium Þetta er fyrsta plata drengjanna í the mars volta, en eins og flesti eflaust vita þá eru Cedric Bixler Zavala (söngvari) og Omar Rodriguez-Lopez (gítar) fyrrum meðlimir At The Drive In sem er líka snilldar hljómsveit.
Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru Ikie Owens (hljómborð), Jon Theodore (trommur) og Juan Alderete (bassi)

01 - Son Et Lumiere
02 - Inertiatic ESP
03 - Roulette Dares (This is the Haunt)
05 - Tira Me A Las Arañas
05 - Drunkship of Lanterns
06 - Eriataka
07 - Cicatriz ESP
08 - This Apparatus Must Be Unearthed
09 - Televators
10 - Take the Veil Cerpin Taxt

-

Son Et Lumiere
Magnað intro á þessum frábæra diski, flottur gítar. Þetta er fyrsta lagið sem heillaði mig á þessari plötu. Þetta er einnig byrjunin á næsta lagi Inertiatic ESP

Inertiatic ESP
Byrjar frekar hratt en hægist svo niður í lokin. Mögnuð gítar riff og söngurinn smellpassar inn.

Roulette Dares (This is the Haunt)
Þetta lag er að margra mati besta lag plötunnar. Frábær texti, gítar, trommur, bassi og hljómborð til fyrirmyndar. Eitt besta lag sem ég hef heirt.

Tira Me A Las Arañas
Ótrúlega flottur gítarinn. Ég held að þetta sé byrjunin á Drunkship of Lanterns.

Drunkship of Lanterns
Eitt af betri lögum plötunnar. Söngurinn hreyf mig mest í þessu frábæra lagi,
en gítarinn er einnig öflugur í því.

Eriataka
Byrjunin í þessu lagi er mögnuð, og eins og í flest öllum lögunum er textinn góður

Cicatriz ESP
Þetta er lengsta lag plötunnar alls 12 mín., en þetta er mitt uppáhalds lag með þeim. Þetta er frekar rólegt lag. Ikie Owens fer á kostum á hljómborðinu.

This Apparatus Must Be Unearthed
Omar Rodriguez fer á kostum á gítar í þessu ágæta lagi, viðlagið er magnað. Jon Theodor trommum, endar lagið vel.

Televators
Rólegt lag, en engu að síður er það eitt af betri lögum plötunnar.

Take the Veil Cerpin Tax
Þetta lag náði ekki alveg að heilla mig, en engu að síður er gaman að hlusta stundum á það. Slakasta lag plötunnar.

Mæli eindregið með þessum disk, hann fær 4 af 5 mögulegum.
Takk fyrir.