maðurinn sem getur allt Hér að neðan ætla ég aðeins að fjalla um Dave Grohl.

David Eric Grohl fæddist þann 14. Jan 1969 og ólst upp í Washington, DC. Dave ólst upp með það að spila á trommur og hlusta á hljómsveitir eins og Led Zeppelin, Kiss, Motorhead, og Black Sabbath ásamt pönki eins og Black Flag, the Germs, Bad Brains og fleiri. Meðan Dave var aðeins táningur gekk hann í hardcore pönkhljómsveitina ,,Scream” og ferðaðist um heiminn sem trommarinn þeirra. Þegar hljómsveitin hætti seinni partinn á 8. áratugnum flutti Dave til Seattle og fór í hljóðprufu til hljómsveitar sem vantaði trommara, betur þekkt sem ,,Nirvana”. Um leið og Dave fór í hljómsveitina sirka 1990, kynnti Kurt Cobain (sem þarf ekkert að kynna) þeim fyrir lögum sem ættu að koma fram á Nevermind. Dave gaf sér einnig tíma að semja og taka upp 7 demó lög (sem hann spilaði á öll hljóðfærin sjálfur og söng), sem kallað var ,,Pocketwatch”. Nevermind tók Nirvana uppí stjörnuheiminn. Meðan á upptökun stóð á seinni plötu Nirvana, “In Utero”var honum leift að hafa smá af eigin lagasmíðum og átti meðal annars þátt í því að semja lagið ,,Scentless Apprentice” og tók líka upp frumsamið lag, ,,Marigold”, sem kom fram sem b-hlið á bresku ,,All Apologies” smáskífunni.

Eftir hinn margumtalaða dauða Kurt Cobain í Apríl árið 1994. Var Dave ekkert að hanga heima í þunglyndi, heldur byrjaði hann að vinna með öðrum, hann spilaði meðal annars með Tom Petty í Saturday Night Live. Seinna sama ár fór Dave aftur að Pocketwatch upptökunni og fór að semja og taka upp fleiri lög, ennþá spilandi á öll hljóðfærin sjálfur. Sammt ekkert viss um að þessi lög mundu eitthverntímann líta dagsins ljós, svo ákvað hann að merkja þau undir nafninu Foo Fighters, og stofnaði hljómsveit með fyrrverandi gítarleikara The Germs og Nirvana, honum Pat Smear og tveim fyrrverandi meðlimum Sunny Day Real Estate, William Goldsmith á trommum og Nate Mendel á bassa, meðan Dave kaus að spila á gítar og syngja. Fyrsta plata þeirra, sem var samnefnd hljómsveitinni, kom út árið 1995 og var hún ekkert ósvipuð tónlist Nirvana.

Hljómsveitin hafði meðlimaskipti og kom fyrrverandi trommari Alanis Morrisette, Taylor Hawkins í stað William, og sagan hélt áfram. Foo Fighters gáfu út sína aðra breiðskífu, ,,The Colour and The Shape” sem má segja að var fyrsta alvöru plata Foo Fighters og seldist hún í heilu tonnataki, og tveim árum seinna kom út ,,There Is Nothing Left To Lose” sem undirstrikaði það að Dave varð núna þekktur sem gítarleikarinn, söngvarinn og lagasmiður Foo Fighters enn ekki fyrrverandi trommari Nirvana. Árið 2000 tók hann hlé frá Foo Fighters og trommaði inná fyrstu sólóplötu Tony Iommi. Seinna sama ár gáfu Foo Fighters út lagið ,,The One” sem hægt var að ná á netinu. Enn seinnipart ársins kom fortíð Dave aftur til hans, Courtney Love kærði hann, Krist Noveselic og Universal fyrir að hafa tekið stjórn á upptökum Nirvana. Þetta mál hélt áfram í næstum 2 ár. Svo kom Dave aðdáendum á óvart og fór á tónleikaferðalag með underground-hard-rock hljómsveitinni Queens Of The Stone Age og spilaði á plötunni þeirra ,,Songs for the Deaf” sem kom út í Ágúst, og ,,One By One” plata Foo Fighters kom út sama Október sem byrjaði strax með flottum smellum sem einnig fylgdu myndbönd sem Dave sá hinn sami leikstýrði. Courtney Love málið endaði og seint árið 2002 kom út safnplata Nirvana. Vorið árið 2003 fóru þeir Dave, Taylor, og það lið á tónleikaferðalag sem fylgdi eftir ,,One By One”.

Foo Fighters gáfu út fyrir stuttu DVD diskinn ,,Everywhere but home” og inniheldur hann heilann helling af live-efni árið 2003. Hann er einnig að vinna að metal-verkefni sínu Probot og nýjasta nýtt af honum er að hann er að pródúsa plötu fyrir Rye Coalition, sem hituðu upp fyrir Queens Of The Stone Age á tónleikaferðalagi þeirra. Platan ætti að vera komin í búðir næsta vor.

Ég þakka fyrir mig.