Damien Rice er tiltölulega nýr á markaðnum svo það eru eflaust ekki margir sem vita hver það er, en hann á eftir að verða mun þekktari en hann er í dag.
Þessi írski lagahöfundur spilar rólega írska þjóðlagatónlist sem mynnir stundum á Ryan Adams, en þeir sækja báðir áhryf í þjóðlaga tónlist.

Damien byrjaði feril sinn í hljómsveitinni Juniper. Það eina sem ég veit um Juniper er að þeir gerðu lögin “Weatherman” og “The World Is Dead” sem gerðu það gott í írsku útvarpi. En þegar kom að því að gera plötu kom upp vandamál með samninginn við útgáfufyrirtækið. Þess vegna hætti Rice og fór að vinna að sinni eigin hljómsveit.

Sagan segir að hann hafi lent í mikilli ástarsorg og gert plötuna undir þesslags áhryfum, enda er hljómurinn á henni einlægur og þrunginn tilfinningum.
Á plötunni vinnur hann með söngkonunni Carrie Tree og saman gera þau til dæmis Volcano sem er ótrúlega vel raddað lag, en fyrir þá sem ekki vita eru þrjár raddir notaðar í síðasta erindinu, og engin þeirra syndur sama textann. Þetta kemur ótrúlega vel út, sérstaklega að viðbættri tregaþrunginni fiðlunni sem spilar undir ásamt kontrabassa, kassagítar og trommum. Þetta lag krefst mikillar næmni, sem og allur diskurinn, og flytjendurnir verða að hafa tilfinningu fyrir því sem þeir eru að gera.

Rice er líka góður listmálari og á síðunni hans: www.damienrice.com getið þið skoðað myndirnar sem hann hefur gert.

Fleira hef ég ekki að segja um kallinn, nema kannski að vonandi verður hann ekki of frægur :)
Allar fullyrðingar eru rangar