The Smashing Pumpkins Ég er hér í því tilefni að tala um eina af mínum uppáhaldshljómsveitum, Smashing Pumpkins og sögu hennar…

Fyrst vil ég kynna ykkur fyrir meðlimum hljómsveitarinnar:
Jimmy Chamberlain, fæddur 1. Júní, 1964 - trommur
James Iha, fæddur 26. Mars, 1968 - gítar
Billy Corgan, fæddur 17. Mars, 1967 - gítar og söngur
D'Arcy Wretzky, fædd 1. Maí, 1968 - bassi
Melissa Auf Der Maur, fædd 17. Mars, 1972 - kom í stað D'Arcy eftir MACHINA

Hljómsveitin var stofnuð árið 1988 í Chicago, Illinois af Billy Corgan. Billy kynntist Japönskum-Amerískum manni að nafni James Iha sem var í námi við grafíska hönnun í Loyola háskólanum í Chicago og var í hljómsveitinni Snake Train. Billy hitti James fyrst í plötuversluninni sem hann vann í og urðu þeir góðir vinir og byrjuðu að spila saman.

Billy og D’Arcy hittust fyrir fyrir utan klúbb í nágrenninu sem kallast “Avalon” og D’Arcy var að tala um hljómsveit sem höfðu nýlega spilað þar. Billy, eða “some asshole” eins og hún kallaði hann þar, kom og truflaði samtalið og var það nokkurveginn svona:

Billy: “What the hell are you talking about? That band was crap and besides that, they were put together by a record company,”
D’Arcy: “How would you know that? Can you tell just by looking at them?”
Billy: “I can tell by the way a guy jumps around on stage,”
D’Arcy: “I jump around on stage and I wasn't put together by a record company,”
Billy: “Yeah, well what do you do?”
D’Arcy: “I play bass.”
Billy: “I have a band and I'm looking for a bass player. Here's my number, give me a call,”

Eftir það að D’Arcy hringdi í Billy, var henni boðið heim til hanns. Það var ekki tónlistarhæfileikar D’Arcy sem kom henni í hljómsveitina, heldur fannst Billy hún vera frekar athyglisverð og skemmtileg persóna. D’Arcy komst í hljómsveitina án hljóðprufu.

Fyrstu þekktu tónleikar sveitarinnar voru fyrir framan 50 manns í Avalon Klúbbnum í Chicago, og kostaði 1$ inn. Þau spiluðu bara 3, (D’Arcy á bassa) með tölvutrommur. Joe Shanahan fílaði þetta, bara ef þau mundu losa sig við tölvutrommurnar.

Vinur þeirra mældi með jazztrommaranum Jimmy Chamberlain, sem hafði spilað með JP and The Cats, og var að leita að hljómsveit. Jimmy var útskrifandi hjá Northern Illinois University.

Jimmy hafði áður séð Smashing Pumpkins á tónleikum með tölvutrommurnar og fannst honum þetta mjög flott tónlist og fannst honum Billy Corgan mjög góður lagasmiður. Þessvegna sló hann til og kom inní bandið.

Fjórðu tónleikar Smashing Pumpkins var upphitun fyrir Jane’s Addiction í November 1988. Tónleikarnir voru víst alveg frábærir fyrst þau höfðu fengið mannveru í stað tölvunnar.

Frumburður sveitarinnar, Gish, var gefin út 28. Maí 1991 og var hún gefin út af Caroline Records.
Platan var skýrð í höfuðið á leikkonunni Lillian Gish; best þekkt sem leikkonan í hljóðlausum myndum eins og “The Wind”. Billy sagði eitt sinn, “The album is about pain and spiritual ascension. People ask if it's a political album. It's not a political album, it's a personal album.”

Eftir stórt tónleikaferðalag fengu Smashing Pumpkins samning hjá Virgin Records og létu Virgin mikið álag á bandið til að fara aftur í stúdíó

Mjög leiðinlegt tímabil hjá þeim kom upp. Billy þurfti að sækja til geðlæknis, enn ekki útaf álaginu að gera Siamese Dream enn til að hjálpa honum með það að kærastan hanns hætti með honum. Hann fékk líka mikið af þunglyndisköstum, sem voru útaf háu kröfunum sem hljómsveitin sat uppi með.
Kærastan hanns sem hann hafði verið með honum í 7 ár, fór frá honum og hann missti íbúðina sína. Billy sagði fjölmiðlum að hann gæti ekki samið lög í mjög langann tíma því hann fékk “writer’s block” og fór mikið að pæla í því hver mundi sakna hanns ef hann dæi.

Samband James Iha og D’Arcy frá Gish túrnum endaði sem leiddi að fleiri vandamálum.

Jimmy varð háður eiturlyfjum frá túrnum og þurfti að fara í meðferð. Hann eyddi 28 dögum í meðferð útaf háð sinni á alkóhóli og heróini. Honum fannst að meðferðin hafi verið “a gift from the band”. Jimmy fékk einnig þunglyndisköst og þurfti að fara úr stúdíóinu í 5 daga.

Enn 27. Júlí 1993 var Siamese Dream gefin út af Virgin Records í USA. Bæklingurinn inniheldur 20 blaðsíður, ein blaðsíða fyrir eitt lag og allir textar handskrifaðir. Seinna var þessu breytt í aðeins 4 síður. Video sem kallaðist “23 Minutes” með “Siva”, “Rhinoceros”, “Cherub Rock”, “Today” og “Disarm” myndböndunum var selt með nokkrum eintökum af nýju plötunni

Mest umtalað um plötuna var hvort Billy hafi spilað flestalla gítarpartana sjálfur. Þegar hann var 19 ára, var Billy búinn að kenna sjálfum sér á bassa. Það var spurt Billy um þetta mörgum sinnum í viðtölunum hanns árið ’93. Hann gaf oftast öðruvísi svör. Í Júlí sagði hann “I don’t think it would be politically correct to say.” 2 mánuðum seinna, sagði hann “If you're just one person and you're not getting any support then you're just simulating the mood of four people. If I recorded the album by myself, it would sound totally different. Yes, the guitar parts are slanted toward me. But a lot of that has to do with me being the songwriter.”

Seint árið 1994 stofnuðu D’Arcy og James indie plötufyrirtæki, kallað Scratchie Records. Hljómsveitir eins og Fountains of Wayne, Chainsaw Kittens og The Frogs hafa fengið samning hjá þeim.

Árið ’95 var gott ár fyrir Smashing Pumpkins. Það byrjaði þriggja-ára tímabil fyllt af árangri, gleði og góðri tónlist
Mellon Collie and the Infinate Sadness var gefin út 24. Október 1995. Platan innheldur 28 lög og fór inná Billboard top 200 listann beint í 1. sæti. James samdi lagið “Take Me Down” og “lokalagið “Farewell and Goodnight” sem innihalda alla 4 meðlimina á song. Þessi tvöfaldi diskur inniheldur 2 diska sem kallast “Dawn To Dusk” og “Twilight To Starlight”. Diskurinn fjallar um að lifa og deyja. “Dawn To Dusk” er dagurinn og “Twilight To Starlight” er nóttin. Platan átti að enda tímabil hjá hljómsveitinni, því Billy sagði að framtíð hljómsveitarinnar átti að vera mjög öðruvísi.

Mellon Collie var mjög einstök og ótrúleg plata. Flest allar hljómsveitir höfðu hafnað að gefa út tvöfalda diska, enn Pumpkins töldu sig vera nógu skáldsöm til að ná því. Hljómsveitin hafði takmarkið að gera tvöfalda plötu langt áður enn þau byrjuðu á MCIS. Vonir voru miklar um árang plötunnar. D’Arcy sagði, “If you don't sell more than the last record, it means you're going downhill.”

1997 endaði rokk tímabil MCIS. Hljómsveitin var búin með stóran heimstúr og voru nú vel hvíld fyrir það að fara taka upp aðra plötu.

Árið 1998 var svokölluð endurkoma hljómsveitarinnar og komu þau með plötuna Adore sem gefin var út 2. júní 1998. Jimmy var ekki lengur í hljómsveitinni og var tilvalið að nota tölvutrommur í flestöllum lögunum á plötunni.

29. Febrúar 2000 kom út platan MACHINA/The Machines of God og varð hún sú seinasta. Jimmy var mættur aftur. Platan er mjög listræn og sýna Smashing Pumpkins alltaðra hlið sína á henni, platan er mjög listræn og dularfull ásamt því að vera með nokkra alvöru rokkslagara eins og “Everlasting Gaze” og “Heavey Metal Machine”. Helst hægt að lýsa henni sem samblöndu af Mellon Collie og Adore.

Helstu verk Smashing Pumpkins:
Gish - 1991
Siamese Dream - 1993
Mellon Collie And The Infinate Sadness - 1995
Adore - 1998
MACHINA/The Machines of God - 2000

Billy Corgan stofnaði hljómsveitina Zwan sem gaf út 1 plötu, “Mary Star Of The Sea”.
Enn það nýjasta sem ég hef heyrt af Billy er að hann er að fara taka upp sína fyrstu sólóplötu sem ætti að verða skemmtilegt að fylgjast með.

James Iha byrjaði sólóferil og hefur hann gefið út 2 plötur, “Let It Come Down” og “Be Strong Now”.

Takk fyrir mig…