Muse Breska rokkhljómsveitin Muse er skipuð af þeim Matt Bellamy (gítar/söngur), Chris Wolstenholme (bassi/bakrödd) og Dominic Howard (trommur). Leiðindalífið í heimabæ þeirra, Teignmouth, leiddi félagana til að byrja að spila tónlist saman, aðeins 13 ára gamlir. Nokkur af fyrstu nöfnum hljómsveitarinnar voru Gothic Plague, Fixed Penalty og Rocket Baby Dolls, enn loks árið 1997 var nafnið Muse ákveðið. Árið 1999 gáfu þeir út sína fyrstu plötu, Showbiz, og var hún mikið líkt við Radiohead, sérstaklega söngur Matt. Showbiz inniheldur smellina “Sunburn”, “Muscle Museum” og “Uno”. Það var greinilegt að Muse höfðu ekki fundið sinn eigin stíl og áttu enn mikið eftir.

Svo kom að árinu 2001, árið sem “Origin Of Symmetry” datt í verslanir. Þessi plata var mjög vel heppnuð og Muse voru greinilega búnir að þróast og komnir með eigin stíl. Platan inniheldur stórsmellina “New Born”, “Bliss”, “Hyper Music” og “Plug In Baby” ásamt slatta af öðrum góðum lögum eins og “Feeling Good”, “Citizen Erased”, “Space Dementia” og fleirum. Platan seldist gríðarlega vel og Muse var orðin stórsveit.

Árið 2002 gáfu Muse út Hullaballoo. Á disk eitt má finna slatta af fínum B-sides lögum, og á disk 2 má finna upptöku af tónleikum þeirra sem haldnir voru Október 2001 í París þar sem þeir tóku marga af þeirra stærri smellum ásamt öðrum. Ég man ekki eftir neinum singulum frá þessari plötu enn “Map Of Your Head” er mitt uppáhaldslag á plötunni.

Svo núna árið 2003 eru Muse búnir að gefa út sína 3 stúdíobreiðskífu, Absolution og þykir mér hún mikil snilld. Smellir á borð við “Stockholm Syndrome”, “Time Is Running Out”, “Hysteria” ásamt fleiri drullugóðum lögum eins og “The Small Print” og “Thoughts Of A Dying Atheist”. Muse eru búnir að finna sinn eigin einstaka stíl og þessi plata er sönnun fyrir því. Öll lögin hljóma miklu vandaðri enn á fyrri plötum Muse.

Hér 9. Nóvember á þessu ári fór ég á tónleika með Muse í Brussel, Belgíu og voru þeir alveg einstaklega góðir. Mæli með því að þið farið á tónleika þeirra hér í Höllinni því þetta er eitthvað sem þið viljið ekki missa af.