The Darkness Síðasta fimmtudagskvöld sat ég heima og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég kveikti á sjónvarpinu og fletti á milli stöðva… ekkert sértakt. Ég prófaði þá að fletta á milli þeirra stöðva sem við höfum ekki og voila! MTV var ekki ruglað! MTV Awards 2003 var víst að byrja. Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessu, það yrðu örugglega bara einhverjar hæfileikalausar “dívur” verðlaunaðar og eitthvað í þá áttina. En ég sló til því að minnst var á nöfn eins og The White Stripes, Sigur Rós, Metallica, Kraftwerk og The Darkness. The Darkness? Ekki hafði ég heyrt það nafn áður. Þá varð ég forvitinn. Sýnt var brot frá þeim og VÁ! Mér leist betur á kvöldið. Ég horfði á allt “showið” og ég var sáttur með flutning The White Stripes á laginu Seven Nation Army. Síðan fengu Sigur Rós verðlaun fyrir myndbandið við fyrsta lagið á nýju plötunni ( ). Ég varð mjög ánægður með það, enda frábært lag. Svo fann maður líka fyrir smá þjóðernistilfinningu. En jæja, að aðalefninu. The Darkness spiluðu svo og ég varð orðlaus. Þessi söngur! Það er langt síðan ég hef heyrt svona fríkaðan söng. Gítarleikurinn var heldur ekki af verri kantinum. Ég fór strax í tölvuna og náði í þetta lag, I Believe In A Thing Called Love. Reyndar náði ég í allan diskinn sem kallast Permission To Land og hérna er listi yfir lögin:

Black Shuck
Get Your Hands Off My Woman
Growing On Me
I Believe In A Thing Called Love
Love Is Only A Feeling
Givin’ Up
Stuck In A Rut
Friday Night
Love on The Rocks With No Ice
Holding My Own

Hérna er svo smá um þessa hljómsveit:

Justin Hawkins ólst upp í sjávarbænum Lowestoft í sýslunni Suffolk, Bretlandi. Ungur að aldri byrjaði hann að læra á gítar. Hann var nokkuð góður en yngri bróðir hans, Dan Hawkins var miklu betri en hann. En eins og hann sagði: „I'm white hot but he’s shit hot.“ Þeir stofnuðu svo hljómsveit þar sem þeir spiluðu cover lög og Dan var söngvarinn.

Árið 1997 fór Justin í háskóla í Huddersfield á meðan Dan flutti til London í leit að hljómsveit. Þar hitti hann Frankie Poullain, Skoti sem átti ævintýralega fjölskyldu. Hann sagði að faðir hans hafði verið sjóræningi og bróðir hans einhvers konar hermaður. Þeir bjuggu saman í íbúð í Sheperd’s Bush, þar sem farands tónlistarmenn voru oft í kring. Justin og skólabróðir Dan, Ed Graham (trommari), heimsóttu þá um helgar. Þeir bræðurnir og Frankie stofnuðu þá prog rock hljómsveit sem kallaðist Empire. Undir leiðsögn Justin juku þeir þunga hljóðsins og ráku söngvarann.

Bræðurnir töluðu saman um hvort það væri þess virði að halda áfram með þessa hljómsveit. Þeir fengu svar sitt á kvöldi síðustu aldamóta þegar þeir fóru til Norfolk á bar frænku þeirra. Justin skráði sig í karaoke keppni og söng Bohemian Rhapsody eftir Queen. Hann söng það eins og snillingur og bróðir hans ákvað að hann ætti að vera söngvarinn í hljómsveitinni. Þeir hringdu í Frankie, sem fór frá Venezuela (Spáni) til þeirra. Svo hringdu þeir í Ed og hann hætti í hljómsveit sem hann var í á þeim tíma og fór til þeirra. The Darkness var stofnuð.

The Darkness spilaði oft í Norður-London og aðeins á laugardagskvöldum og frábæru tónleikar þeirra urðu á vörum margra. Svo eru hér nokkur quote í lokin frá síðunni þeirra:

“Everyone's too uptight these days,” reckons Frankie. “I hate the arrogance of bands who think their petty emotions are interesting. If you look at bands from 25 years ago, people have smiles on their faces. We're bringing a bit of that back.”

So there's no ironic intent? “No,” he says, switching into sarcastic mode, “I'm just doing what's real and right.” And they're not taking the piss out of Heavy Metal? “No way! Fuck that!”

“We know we've got a long struggle,” says Dan thoughtfully. “No-one dares break any rules. But once we get unleashed, we could change everything.”

Hljómseitin:
Justin Hawkins – Söngur/Gítar/Hljóðgervill
Dan Hawkins – Gítar
Ed Graham - Trommur
Frankie Poullain – Bassi


www.thedarknessrock.com