Dave, Taylor, Nate og Chris skapa hljómsvetina Foo Fighters sem er og hefur seinustu 8 ár verið ein vinsælasta hjómsveit í heimi. 4 breiðskífur komnar út og var Foo fighters sú fyrsta í júlí 1995. Dave Grohl eins og flestir vita var þá búinn að vera að berja á trommur í einni vinsælustu og umtöluðustu hljómsveit allra tíma ,Nirvan.Kurt Cobain lést og hefur það væntanlega tekið mikið á Dave að horfa uppá vin sinn fara burt en Dave var mættu aftur stuttu síðar í eins manns bandi sem hann kallaði Foo Fighters og skilst mér að þetta nafn sé eftir einhverjum herflokki. Grohl gaf út plötuna Foo Fighters þar sem hann samdi öll lögin sjálfur , spilaði á öll hljóðfærin og söng einnig og reyndist þetta vera helvíti góð plata sem er mest efni sem Grohl samdi þegar hann var í Nirvana. Eru á þessari plötu fín lög eins og this is a call, Big me og I´ll stick around.

Plata :Foo Fighters
Gefin út: júlí 1995
Lagalisti:
1. This Is A Call (Grohl) 3:53
2. I´ll Stick Around (Grohl) 3:52
3. Big Me (Grohl) 2:12
4. Alone + Easy Target (Grohl) 4:05
5. Good Grief (Grohl) 4:01
6. Floaty (Grohl) 4:30
7. Weenie Beenie (Grohl) 2:45
8. Oh, George (Grohl) 3:00
9. For All The Cows (Grohl) 3:30
10. X-Static (Grohl) 4:13
11. Wattershed (Grohl) 2:15
12. Exhausted (Grohl) 5:45
Einkunn: 8 af 10
Bestu lögin: This Is A Call, I´ll Stick Around, Big Me,Exhausted.

Svo Í maí 1997 kom út önnur plata Foo Fighters og ber hún nafnið The Color And The Shape og er þetta að mínu mati mun betri plata en sú fyrsta og sú næstbesta af þeim öllum. Meira sjálfstraust er kominn í músikina þarna og sýnir Dave Grohl mýkri hliðina á sér í nokkrum lögum eins og Everlong og Walking after you. Eru þarna að finna á þessari plötu mjög skemmtileg lög, My Hero er í miklu uppáhaldi hjá mér og eru fleiri góð lög eins og Hey Johnny Park og Monkey Wrench.

Plata: The Color and the shape
Gefin út: Maí 1997
Lagalisti:
1. Doll (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 1:23
2. Monkey Wrench (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 3:50
3. Hey, Johnny Park! (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 4:08
4. My Poor Brain (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 3:34
5. Wind Up (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 2:31
6. Up In Arms (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 2:15
7. My Hero (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 4:20
8. See You (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 2:27
9. Enough Space (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 2:36
10. February Stars (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 4:49
11. Everlong (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 4:10
12. Walking After You (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 5:04
13. New Way Home (Goldsmith, Grohl, Mendel N., Smear) 5:40
Einkunn: 9 af 10
Bestu lögin: Monkey Wrench, Hey Johnny Park!, My Hero, Everlong, Walking After You.

Síðan kom í nóvember 1999 út 3 plata Foo Fighters there´s nothing left to lose og það var þá sem ég ákvað að Grohl væri snillingur ekki það að hann hafi ekki verið nógu mikill snillingur fyrir. Á þessari plötu er Foo Fighters líka loksin orðið alvöru band og fyrir vikið kraftmeiri og betri. Það eru lög eins og Breakout og Learn to fly sem voru gífurlega vinsæl. Þetta er án efa besta plata Foo Fighters og er algjört must í plötusafninu.

Plata: There´s nothing left to lose
Gefin út: Nóvember 1999
Lagalisti:
1. Stacked Actors (Foo Fighters) 4:17
2. Breakout (Foo Fighters) 3:20
3. Learn To Fly (Foo Fighters) 3:56
4. Gimme Stitches (Foo Fighters) 3:42
5. Generator (Foo Fighters) 3:49
6. Aurora (Foo Fighters) 5:51
7. Live-In Skin (Foo Fighters) 3:53
8. Next Year (Foo Fighters) 4:38
9. Headwires (Foo Fighters) 4:38
10. Ain´t It The Life (Foo Fighters) 4:15
11. M.I.A. (Foo Fighters) 4:07
Einkunn: 10 af 10
Bestu lögin: Breakout, Learn To Fly, Generator, Aurora, Next Year.

Svo er það nýjasta platan sem er One By One sem kom út haustið 2002 og var það fyrsta plata Foo Fighters í 3 ár og var skiljanlega mikill eftirvænting eftir þessari plötu, hún reynist vera ágætis stykki með mörgum góðum lögum og hafa All my life, Times like these og Low notið mestar vinsældar.
Plata: One By One
Gefin út: Október 2002
Lagalisti:

1. All My Life (Foo Fighters) 4:23
2. Low (Foo Fighters) 4:29
3. Have It All (Foo Fighters) 4:58
4. Times Like These (Foo Fighters) 4:26
5. Disenchanted Lullaby (Foo Fighters) 4:33
6. Tired Of You (Foo Fighters) 5:12
7. Halo (Foo Fighters) 5:06
8. Lonely As You (Foo Fighters) 4:37
9. Overdrive (Foo Fighters) 4:30
10. Burn Away (Foo Fighters) 4:59
11. Come Back (Foo Fighters) 7:58
Einkunn: 8,5 af 10
Bestu lögin: All My Life, Have It All, Times Like These,Low, Tired Of You.

Sem sagt 4 plötur og mörg góð lög önnur eins og lagið One úr myndinni Orange County. Foo Fighters kom einnig á klakann í sumar og rokkaði í höllinni enda var uppseld á tónleikana á 4 klst. Hörku tónleikar og sagði Dave Grohl í lok þeirra að þeir ætluðu sér að koma á hverju ári og sagði orðrétt “Iceland is the fokkin best county in the world” og var ánægður á íslandi. Foo Fighters er einng þekktir fyrir mjög skemmtileg tónlistarmyndbönd og má þar nefna Breakout, Learn to fly og Low.

Dave Grohl er sagður vera einn sá duglegasti í bransanum í dag og trommaði inná plötur hjá Queens of the Stone Age og Killing Joke og er alltaf eikkað að gera.

Semsagt Foo Fighters mjög skemmtilegt band og fjörugt.