Kiss
Hljómsveitin sem ég ég ætla að skrifa um er Kiss, ég mun fjalla um meðlimi hljómsveitarinnar, plötur þeirra og helstu afrek.
Engin hljómsveit í heiminum hefur selt eins margar gullplötur og Kiss, með safnplötum og tónleikum hafa þeir gefið út 36 plötur, 30 þeirra eru gullplötur, 17 þeirra fóru platinum og 7 multiplatinum. Þetta byrjaði allt þegar bassaleikarinn Gene klein flutti frá Ísrael til Bandaríkjanna og kyntist þar manni að nafni Stanley Eisen sem var í hljómsveitinni Wicked Lester. Gene féll vel við þá hljómsveit og varð fljótlega meðlimur. En hugmyndir Gene og Stanleys féllu ekki saman með hugmyndum hinna meðlimanna í sveitinni svo að Gene og Stanley ráku þá og breyttu grúbbunni í þungarokk band, réðu nýjann trommara(Peter Criss) og gítarleikara(Ace Frehley), breyttu nöfnunum sínum í Paul Stanley og Gene simmons og breyttu nafninu úr Wicked Lester í Kiss. Ekki leið á löngu fyrr en þeir gáfu út sína fyrstu plötu sem hét því einfalda nafni Kiss (73’) . Þeir voru mjög frumlegir að því leyti að þeir máluðu sig mikið í framan, klæddu sig í leðursamfestinga og spiluðu þyngri tónlist en fólk átti að þekkja. Yngri kynslóð Bandaríkjanna varð ekkert óánægð með þessa nýju frumlegu hljómsveit sem var farin að trylla þau upp úr öllu valdi en foreldrum unglýðsins leist ekki par vel á þessa vitleisinga og vildu helst fá að vita hverjir eða hvað þessir menn væru sem væru að heilaþvo afkvæmi þeirra, hvort þeir væru hommar, nastistar, masókistar eða hvort þeir væru örugglega menn yfir höfuð.
Þegar kiss komst að því að fólk vildi vita hverjir þeir væru undir allri málningunni þá ákváðu þeir að það væri betra að halda því leyndu. Þannig að foreldrar 8. áratugarins ákváðu að þeir væru sendir frá djöflinum til að safna sálum til að taka með sér til helvítis og að nafnið Kiss stæði fyrir Knights In Satans Service. Kiss hlógu bara að þessum hugmyndum og héldu áfram að rokka. Á 8. áratugnum gáfu þer út 14 plötur og 2 safnplötur. En í byrjun 9. áratugarins fóru vinsældir þeirra að dvína og víkja fyrir tískubyljgum eins og diskói og öðrum viðbjóði. Þannig að árið 82’ ákváðu þeir að sýna á sér andlitin með nýju plötunni sinni Lick it up. Sú plata náði bæði gulli og platinum, enda stórviðburður í sögu tónlistarinnar. En þær vinsældir sem fylgdu Lick it up vörðu ekki lengi, enda voru Peter Criss og Ace Frehley hættir og fylgdi því miklar meðlimaskiptingar. Í byrjun 9. áratugarins sköpuðu kiss hina svokölluðu Mtv kynslóð með fáránlegum mynböndum og vægast sagt skrýtnum klæðnaði.
9. áratugurinn gaf af sér 9 plötur og 8 þeirra möluðu gull.
Þeibyrjuðu 10. aratuginn mjög vel með plötunni Revenge sem kom út 92. og áttu þar hittin God gave rock n roll to you. Þeir gáfu út þann 10. en aðeins 4 þeirra voru ekki tónleikar eða gamalt efni endur útgefið. Núna í febrúar síðastliðinn héldu þeir tónleika í Ástralíu með sínfoníuhljómsveit Melbourne og gáfu út í kjölfarið Dvd og Breiðskífu tónleika. Í dag samanstendur hljómsveitin af meðlimunum, Gene Simmons, Paul Stanley, Tommy Thayer og peter criss og eru þeir núna á tónleikaferðalagi um bandaríkin með stórhljómsveitinni Aerosmith
Bulletproof & bound for glory.