Ég, gítarinn, hef ákveðið að halda áfram þar sem Barret skyldi við en Barret virðist hafa gefist upp.

Eftir að Islands kom út tók við tónleikaferðalag um Bandaríkin þar sem síðasti líkistunagli þeirrar hljómsveitvar var rekinn. Robert Fripp oftnefndur höfupaur missti algerlega áhugann á bandinu sem var að þróast út í blús-jamm band. Afraksturinn má heyra á live plötunni Earthbound sem er afar slæm hljóðupptaka en gefur til kynna hvað þeir voru að gera. Betri upptökur eru núna til undir röðinni King Crimson collectors klúbbnum eins og Live in Jacksonville. Í stuttu máli sagt þá leystist bandið upp og Fripp rakaði biðukolluna af sér. 22 júlí 1972 tilkynnir Fripp nýtt band undir sama nafni sem gjarnan er kallað KC III enda var búið að skipta um alla meðlimi nema leiðtogann. Fripp gerði hið ótrúlega að ná í snillinginn Bill Bruford úr YES sem var þá á barmi heimsfrægðar og hafi nýlokið við meistarastykkið Close to the Edge. Þótti mönnum Bill ekki með öllu að mjalla en Bill var að leita að meiri áhættu og vildi þenja landamæri tónlistar enn meir en YES var að gera. Bill var á réttum stað. Með Bill á trommum var slagverksleikarinn og síðar munkurinn Jamie Muir. John Wetton úr Family og Moguil Trash var kallaður inn á bassa og í söng. Wetton gerði síðar garðinn frægan með UK og ASIA. David Cross var síðan gerður að víóluleikara. Þettta band átti eftir að afreka enn meir en KC I og KC II. Þess má geta að Bill Bruford átti eftir að spila með hléum með Fripp alveg til 1997.

Fripp byrjar síðan að taka upp með Brian Eno sem frægt er.

Í september 1972 kemur tilvitnun í Fripp sem lýsir honum ágætlega
I am not really interested in music, music is just a means of creating a magical state..“

Fripp hefur verið frægur fyrir tilvitnanir og heimspeki sína en það er önnur saga sem ekki verður farið út í hér.

Í byrjun árs 1973 kemur úr platan Lark´s tounges in Aspic eftir stífar æfingar.

Í stuttu máli sagt þá var hér kjarnorkubomba á ferð. Upphafsslagið Lark´s tounges in aspic er hreint magnað og nýtur sín vel spilað hátt. Hér kemur saman magnaður hljóðfæraleikur allra og gríðarlega góð lagasmíð. Robert Fripp framkvæmir hreina galdra á gígjuna sína og aðrir eru vart síðri. Allir tónlistarunnendur ættu að minnsta kosti að hlusta á þetta lag. Lagið er svo sterkt að margir verða hræddir við að heyra það og greinarhöfundur gleymir ekki áhrifunum af laginu sem voru miklu betri en nokkur vímuefni gátu gefið.

Á plötunni eru einnig ballöður eins og Exiles sem enginn gerir betur en KC. Easy Money er sterkt lag sem tókst einstaklega vel í live útgáfum. Platan öll er frábær og er af mörgum talin enn sterkasta verk KC. Lokalagið Larks Tounges in Aspic II er enn spilað á tónleikum KC, gjarnan sem lokalag.

LTIA eins og platan er kölluð meðal áhangenda var langt á undan sinni samtíð og skilgreindi ný landamæri raftónlistar eins og plötur KC höfðu gjarna gert. Gagnrýnendur voru því oft ekki sammála um ágæti nýrra platna en eru allir sammála í dag um ágæti þessarar plötu.

Þess skal getið að platan varð til á æfingum og tónleikum en tónleikar voru mikið notaðir til prófa og móta hugmyndir. Þannig voru tónleikarnir gjarnan meira og minna improvisation og eru til upptökur af nánast öllum tónleikum sem Fripp hefur safnað samviskusamlega. Bandið kom fyrst saman í Bremen Beat club í october 1972 og má heyra upptökur af því í collectors seríunni. Einnig er til upptaka úr þýska sjónvarpinu sem finna má á netinu. Framkoma Jamie Muir á tónleikum vakti athygli en hann kælddist bjarnarhúð og lét öllum illum látum líkt og Einar Örn í Purrki Pillnikk. Lamdi Jamie ýmis tól og tæki til að framkalla skemmtielg hljóð og gerði af mikilli smekkvísi. Hann hætti fljótlega eftir plötuna og gerðist munkur og síðar málari. Jamie upplifði á sviði upplifanir eins og ”out of body“ reynslu sem ýttu honum áfram í leitinni.

Tilvitnun í tímarit

Melody Maker: ”90-minute barrage of phenomenal creativity“
NME ” a classic of a kind“

Fripp sagði 28 árum síðar að hinir ungu hljóðfæraleikarar hefðu ekki verið tilbúnir að spila það efni sem þeir bjuggu til, ”the conception exceeded the execution“. Hvað sem Fripp segir þá var þetta frábært hjá þeim og enginn veit hvernig til hefði tekist ef hinir ungu spilarar hefðu verið full klárir í slaginn en efnið var afar krefjandi að spila.

Eftir plötuna tóku við tónleikaferðir og má heyra afraksturinn á tónleikajumboplötunni The Great Deceiver sem innheldur 4 CD af LTIA og næstu plötu Starless and Bible black sem notaði efni af tónleikum úr Concertgebouw Amsterdam. Skemmtilegir kommentar Fripps eru inn á milli eins og ”We are not to be enjoyed - we are an intellectual band“. Eftir að hafa hlustað á tónleikaplötuna sem inniheldur í bland improvs og áðurnefnd lög er erfitt að fara til baka í studio plötuna þvi krafturinn og snilldinn er þvílík á skífunni. Sértaklega er gama að heyra samleika bassans hjá Wetton og Bills trommara.

Sjálfstraustið var í lagi á þessum tíma og daglega sagði Fripp ”We change the world".