Þar sem Weezer er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum vil ég aðeins fjalla um hana hér á huga….

Weezer var stofnuð í Los Angeles 14. febrúar, 1992 af Rivers Cuomo (söngvara, gítarleikara), Jason Cooper (gítar), Matt Sharp (bassa) og Pat Wilson (trommur). Hljómsveitin byrjaði að semja lög og spila á litlum klúbbum í nágrenninu. Án þess að ná miklum árangri fyrst, ákváðu þeir að halda áfram. Eftir 16 mánuði saman, spilandi á tónleikum og að taka upp demo í LA, dgc records (geffen) gáfu weezer samning. Hljómsveitin flutti til New York til að taka upp hjá “Famed Electric Lady Studios” með pródúsi hjá Ric Ocasek. Meðan Weezer voru að taka upp, fór Jason til að sinna fjölskyldu-málum. Brian Bell kom svo stuttu síðar í staðinn, sem var bassaleikari Carnival Art.

Fyrsta plata þeirra, Weezer (sem oftast er kölluð “The Blue Album”) var gefin út 10. Maí, 1994, og var metsöluplata frá upphafi. Þeir gáfu út 3 smáskífur frá henni: “Undone – The Sweater song”, “Buddy Holly”, og “Say It Ain’t so”. “Buddy Holly” vann 7 verðlaun hjá MTV sama ár. Eftir nokkrar tónleikaferðir um bandaríkin og veröldina, fengu þeir hvíld, Rivers fór í nám hjá Harvard, Matt og Pat byrjuðu að vinna í nýrri hljómsveit sem heitir The Rentals, og Brian fór aftur að vinna með fyrrverandi hljómsveit sinni, The Space Twins. Um veturinn 1995 og sumarið 1996, Weezer fóru aftur í stúdíó, enn í þetta sinn pródúseruðu þeir plötuna sjálfir.

24. September 1996, kom önnur plata Weezer, Pinkerton. Hún var reyndar alveg andstæðan af Blue Album; gítararnir voru harðari, djúpri meiningar á textum, og hæfileikar bandsins hafa bæst mikið. Weezer gáfu út 3 smáskífur af Pinkerton: “El Scorcho”, “The Good Life” og “Pink Triangle”. Pinkerton varð gullplata og hefur verið að seljast síðan hún kom út. Eftir Pinkerton, hætti Matt Sharp til að sinna hinni hljómsveit sinni, The Rentals. Á bassa kom í hanns stað Mikey Welsh, frá Boston, fyrrverandi bassaleikari Juliana hatfield hljómsveitinni. Árið 1998 voru Rivers og Mikey spilandi á nokkrum tónleikum saman í Boston (sem kallaðist “The Rivers Cuomo Band”). Sama vor komu þeir saman með Brian og Pat í LA og höfðu nokkrar æfingar-tímabil næstu árin.

Svo er spólað framm að vorinu 2000. Eftir að spila á óauglýstum tónleikum undir öðrum nöfnum, til að geta æft sig meir, Weezer bókuðu tíma á Warped Tour sama sumar. Það kom þeim á óvart að tónleikar þeirra þarna voru uppseldir á mjög skömmum tíma. Hlaðnir af miklum aðdáenda-hópi og mikið af nýju efni, Weezer voru komnir aftur. Eftir öðru uppseldu tónleikaferðalagi þetta haust héldu þeir áfram að semja og æfa nýtt efni til 2001. Jólalag var gefið aðdáendum og útvarpsstöðum og snemma fyrir enda ársins byrjuðu Weezer að taka upp sína þriðju plötu, sem kölluð var “The Green Album” í LA, aftur með pródúsi frá Ric Ocasek. Þegar platan var tilbúin fóru þeir aftur á tónleikaferðalag mest út árið 2001. Um mitt sumarið kom Scott Shriner í stað Mikey. Hljómsveitin hélt áfram óstöðvandi tónleikaferðalagi út 2001, hættu þeir svo til að taka upp sína fjórðu plötu, Maladroit, sem var gefin út í Maí 2002. Hljómsveitin hélt áfram að túra til september, svo tóku þeir sé hvíld og strax byrjuðu að vinna í nýjum tónum fyrir fimmtu plötuna.

Weezer eru þessa dagana að fara gefa út DVD disk og “Deluxe edition” af Blue Album enn engir sérstakir útgáfudagar fyrir það er komið enn.

Heimildir frá Weezer.com