Guns n´Roses er af mörgum talin ein stærsta og hættulegasta hljómsveit allra tíma!!! Já ég sagði hættulegasta. Við munum komast að því síðar. Þessi umfjöllun um eina merkustu hljómsveit allra tíma eða allavegna með þeim .Þessari Grein verður skipt upp í nokkra hluta. Tekið verður á sögunni, mikilvægum dagsetningum á ferli bandsins, farið verður ofan í allar plötur þeirra, myndbönd athuguð og tónleikahald skoðað ásamt því að kíkja á komandi plötu þeirra félaga og svo að sjálfsögðu aragrúi af öðru efni. Verði ykkur að góðu.

Rekja má upphafið allt til ársins 1962 þegar rauðhærður rokkari fæddist í Layfette bæ í Indiana fylki í Bandaríkjunum. Þegar sá rauði renndi sér út um gatið á móður sinni grunaði enga persónu þar í kring um að hér væri fædd ein stærsta rokkstjarna heimsins fyrr og síðar. Það er enginn tilviljun að hér sé nefndur fyrstur af öllum, söngari Guns n´roses, William Axl Rose, því jú hann er nú einu sinni fremstur meðal jafningja.

Jafnvel meira en snákslegu hreyfingarnar hans eða höfuðklútar(bandanas), lýsir meiriháttar, skerandi, vélsagarhljóðs röddinni , sem lýsir hvað best Axl Rose, er hann syngur byrjunar tónanna í Welcome to the jungle. Í þessum fáu andartökum í byrjun Appetite for destruction, sýnir Axl Rose hans eigin upprunalegu öskur, sem kalla má Sunset stílinn. Innra með honum er að finna reiði, metnað, pirring og ofgnótt af nautn til tónlistarinnar, sem einu sinni var Guns n´ Roses…og jafnvel er enn?

Saga Axl´s hefst löngu áður en hann gekk inn í frumskóginn í Vestur Hollywood. Hann var fæddur sem Bill bailey í Layfette, Indiana árið 1962 af strangri hvítasunnufjölskyldu. Svo strangri að þegar hann var ungur að árum og var að syngja með Barry Manilow´s, þá var honum sagt að svoleiðis tónlist væri tónlist af hinu illa. Þegar 17 ára aldrinum var náð, komst Bill(Axl Rose) að því að hans líffræðilegi pabbi væri í raun og veru ekki maðurinn sem hann hefði alist upp hjá, heldur væri það annar maður sem hét William Rose. Snemma eftir það var Bill farinn að kalla sig W. Axl Rose, sem má til gaman geta, hægt að raða saman(anagram)sem ,,Oral Sex”.!!!

Í Layfette, hafði Axl náð að vekja athygli á nafni sínu, en það aðallega þá á lögreglustöðinni. Honum var kastað í fangelsi meira en 20 sinnum fyrir allt frá áfengisdrykkju undir lögaldri til að fara á staði í leyfisleysi. Svo hann fékk nóg af bænum sínum, sem hann nefndi oft sjálfur Auschwitz, og flúði með næstu Greyhound rútu og fór að stað til Los Angeles árið 1980. Í borg glamúrs hárs og leður buxna, var aðeins eitt hægt að gera fyrir afdalamann, en það var að stofna band.

Axl hitti gítarleikarann Izzy Stradlin, sem einnig kom frá Layfette Indiana og könnuðust þeir báðir við hvorn annan, enda á sama aldri og höfðu stundað sama skóla. Izzy minnist fyrstu minninganna um Axl sem brjálaðan nemanda hlaupandi um skólann með her kennara á eftir sér. Einnig hitti hann gítarleikar að nafni Traci Guns og trommara Rob Gardner og stofnuðu kvartet. Fyrst notuðu þeir nafnið AXL, síðan Hollywood Rose og að lokum L.A. Guns. Axl og Izzy urðu fljótt viðskila við Rob og Traci, sem hélt sjálfur áfram og er enn í dag í hljómsveitinni L.A. Guns.

Ensk/bandaríski gítarleikarinn Slash og trommarinn Steven Adler voru að spila í bandi sem hét Road Crew þegar þeir gengu í það sem nú er kallað Guns n ´Roses. Árið 1985 fengu þeir svo Duff Mckagan, útúrþjösnaðan pönkara sem gat spilað á allt, frá Seattle. Fátækir, mjög fátækir en náðu samt að punga út pening með allskonar vinnu fyrir studio íbúð sem þeir leigðu saman og fékk nafnið Hellhouse. Þar húkkuðu þeir lengi saman og gerðu nánast allt þar, það er að æfa, semja, drekka, dópa og annað sem tengist óreglu lifnaði. Til að halda á sér hita, notuðu þeir trommukjuða til að brenna. Má því segja að árið 1985 hafi Gn´r verið stofnuð.

Á meðan flest amerísk bönd reyndu að líkjast mest Quet Riot, var Guns n ´roses að skríða í kringum þeirra viðkvæmu hlekki rokksins. Það var drukkið, ljótt og stundum mjög svo hættulegt á köflum. Árið 1986. gaf bandið svo frá sér fjögurra laga EP plötu, nefnda Live Like?!*@ Suicide, á sínu eigin labeli, nefnt Uzi Suicide label. Mikið spilerí hafði verið á undan þessari útgáfu og var bandið byrjað að vekja mikla athygli á sér í Los Angeles borg. Það leiddi til þess að forvitnir útgefendur fóru að fylgjast með bandinu meir og meir. Kom svo af því að þeir skrifuðu undir hjá Geffen Records þann 24 mars 1986, því að þeim leist best á þá útgáfu auk þess sem konan frá Geffen var reiðubúinn að hlaupa nakinn niður Sunset Boulivard fyrir Axl. Rúmlega ári seinna gaf bandið frá sér fyrstu breiðskífu sína, Appetite for Destruction, en hún seldist ekki vel í næstum því ár. En bandið held sér uppteknu með því að hita upp fyrir bönd eins og Aerosmith og Alice Copper, og náðu næstum því að feykja þeim af sviði á hverju kvöldi af hrifningu áhorfenda. Myndbandi við lagið Welcome to the jungle hafði verið gefið út en ekki fengið spilun nema á nóttunni. Loksins þegar MTV henti í loftið myndbandinu við lagið Sweet child o´mine, varð allt brjálað, og sprengdu þeir símakerfið hjá MTV vegna fjöld hringinga um spilun á laginu. Á meðan Axl dreymdi um ,,eyes of the bluest sky” á slagaranum SCOM, var ekki allt svo hugljúft á plötunni. MR. Brownstone var Hoolywood eiturlyfjasali og Nightrain stóð fyrir ódýrasta vínið sem hjálpaði þeim að komast af nóttina.

Í enda ársins 1988, hafði bandið gefið út frá sér nýja plötu, sem var til að fylla upp í biðina eftir næstu stóru plötu. Hún samanstóð af fyrstu EP plötunni þeirra ásamt nýjum 4 kassagítarballöðum, og bar nafnið Gn´R Lies. Þrátt fyrir fallegleikann af Patience, var nýja efnið séð sem gott grín einnig í Used to love her og rasismi í One in a million. Axl sagði að One in a million væri um skoðanir ungs bæjar stráks af hans fyrstu kynnum við Los Angeles borg, en það var of seint. Axl var síðar greindur með brjálsjúkt þunglyndi og þarfnaðist daglega 5 tíma meðferð til þess að stjórna reiði sinni, sem má rekja til misnotkunar á honum í æsku af fósturpabba hans sem svo skemmtilega endurspeglast í sumum texta hans.

Árið 1990 var svo trommarinn Steven Adler látinn fjúka í beinni útsendingu á MTV music awards. Sumir segja að það hafi verið vegna nauðgunartilraunar hans á þáverandi kærustu og síðar einginkonu Axl Rose, Evin Everly, dóttir mafíuforingja frá New york. En formlegu fréttirnar sögðu það vera vegna misnotkunar á eiturlyfjum sem verður nú að teljast frekar kaldhæðnislegt miðað við neyslu hinna meðlimanna. En Steven var það langt leiddur að það þurfti trommuheila til að taka upp demo fyrir komandi plötur og á æfingum því hann datt í orðsins fyllstu merkingu af trommustólnum á æfingum þegar hann datt út úr heiminum. Í hans stað kom Matt Sorum, fyrrverandi trommuleikari The Cure. Og stuttu síðar bættu þeir við piano leikaranum Dizzy Reed, sem ennþá er með Guns n´Roses í dag. Adler stefnid Gn´r fyrir missi af fríðindum og vann málið og fékk 2, 5 milljónir dala í skaðabætur, sagðist meira segja að gn´r hafi kynnt hann fyrir hörðum efnum, og gæti ég alveg trúað því að það hafi allt farið í heroín.

Á meðan almenningur var að drottna yfir Lies, ákvað bandið að demba sér í gerð nýrrar plötu á fullu, og átti sú plata að samanstanda af áðursömdu efni og nýju. Ný plata var á leiðinni og var hún metnaðarfyllri og þroskaðri en hinar fyrri. Ákvað var að gefa út tvær í einu svo að fólkið gæti keypt aðra þeirra og fengið hina lánaða hjá vini sinum til að kópera hana. Lög eins og Estranged, November rain, You could be mine og Don´t cry áttu eftir að gera allt vitlaust. Tímabil 2 var að hefjast hjá Guns n´Roses. Use your illusion plöturnar komu svo út í lok September 1991.

Seint á árinu 1991 ákvað svo Izzy að skilja við bandið af mörgum ástæðum, þoldi ekki sukkið og spileríið, keyrsluna dag eftir dag, kvöld eftir kvöld og vildi ekki vera í svona stóru bandi. Gilby Clarke var ráðinn í staðinn og lagt var í lengsta tónleikaferð sem skráð er í sögubækurnar. Þegar sá túr var á enda var gefinn út pönk plata til heiðurs sumra af þeirra áhrifavölum í tónlist og bar hún nafnið . The Spaghetti Incident? Og kom út árið 1993 í nóvember.

Síðan ekki sögunni meir í stórum orðum fyrr en árið 1999 þegar nýtt lag heyrðist með Gn´r á soundtrackinu End of days, en hvað hafði gerst í millitíðinni og hvað er að gerast í dag? Við komumst að því á eftir. Síðar sama ár kom svo út langþráð tónleikaplata með þeim frá árunum 1987 til 1993 og bar nafnið Live Era ´87-´93.

Tíminn einn mun leiða í ljós hvað verður um Gn´r en vonast er til að tilvonandi plata þeirra, Chinese Democracy komi út á þessu ári og muni aftur bjarga rokkinu eins og fyrsta plata þeirra gerði. Hvað sem því líður verður þetta alltaf bandið sem er ómögulegt að snúa baki við, því þeir eru jú dýr frumskógarins. Þeir breyttu jú rokkinu…til eilífða