My morning jacket !!!!! Ok, VÁ !!!! Ég fór á Foo Fighters tónleikana í ágúst, og þeir sem þangað fóru muna örugglega eftir My morning jacket sem hituðu upp fyrir þá. Tónlist þeirra og sviðsframkoma hafði rosaleg áhrif á mig og minnkaði áhuga minn á FF (Ekki mikið samt)
Nú hef ég skoðað smá af upplýsingum og ætla að deila þeim með ykkur.

Hljómsveitina skipa þeir: Jim James (söngvari)(hann semur líka lögin), Johnny Quaid (gítar), Two-Tone Tommy (bassi), Danny Clash (hlómborð) og Patrick Hallahan (trommur) Þeir koma allir frá Louisville í Kentucky.
Saman skapa þessir menn slíka tilfinningu hjá hverjum sem á þetta hlustar að maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við. Þetta minnir svolítið á Sigurrós en er nokkuð rokkaðara og er þetta einskonar rokk/indi tónlist sem skapar frábæra upplifun.

Tékkið á þessum síðum (Það eru nokkur lög til að hlusta á)

http://www.mymorningjacket.com

http://www.epit onic.com/artists/mymorningjacket.html

http://www.ium a.com/IUMA/Bands/My_Morning_Jacket/index-0.html
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”