Saga King Crimson 4.kafli: Lizard Á In The Wake Of Poseidon var uppröðunin á meðlimum hljómsveitarinnar í rugli. Allir voru í raun gestaspilarar nema Robert Fripp og Peter Sinfield (spilaði reyndar ekki neitt). Loksins var föst uppröðin komin á liðið og ringulreiðin liðin. Uppröðunin var s.s. orðin svona:

Robert Fripp (gítar, Mellotron og hljómborð)
Gordon Haskell (syngur og spilar á bassa)
Mel Collins (saxófónn og þverflauta)
Keith Tippett (rafmagns og acoustic píanó)
Andy McCullough (trommur)
Peter Sinfield (Ljóð og hugmyndasmíð)
Jon Anderson (gestasöngur í “Prince Rupert Awakes”)

Gordon Haskell var nú byrjaður á fullu sem og Andy McCullough trymbill sem kom í stað Michael Giles. Keith Tippett er einnig byrjaður og Mel Collins orðinn ómissandi.
Ian McDonald var nánast ómissandi hluti af King Crimson og því mikill blóðmissir þegar hann hætti. Mel Collins stendur sig vel í han hlutverki.
Yes og King Crimson voru vinabönd og Robert Fripp fékk Jon Anderson til að syngja part af lokalaginu á plötunni. Ekki meira að segja um það og best að snúa sér að því að skrifa um plötuna sjálfa Lizard.

Lizard kom út þann 11 desember 1970. King Crimson er orðin miklu þéttari hljómsveit sökum reynslu Roberts Fripp og stjórnunarhæfileika hans. Fripp var nú byrjaður að spila á Mellotroninn á fullu og nú hafði annar bæst í spilið. Með tvo Mellotrona við hönd tekst þeim að skapa framsækin hljóð og skapa mikla stemningu (sem þeir eru algerir meistarar í). Í upphafslaginu Cirkus er auðheyrt hvernig þeir byrja að nota Mellotronana á miklu framsæknari hátt en áður. Fripp er einnig byrjaður að nota kassagítarinn meira en áður. Við það fær gítarinn miklu opnari og breiðari hljóm. Indoor Games er afar skemmtilegt lag með nettri notkun á blásturshljóðfæraútsetningum (úff) og skemmtilegum sólókafla sem minnir á
rólega kaflann í Pictures of a City af seinustu plötu. Í Happy Family syngur Gordon Haskell í gegnum effect sem veldur skemmtilegu tremólói á röddinni hans.
lady of The Dancing Water er hugljúft og rólegt lag en nær þó ekki sömu einlægni sem einkenndi Cadence and Cascade af seinustu plötu. Á titil- og lokalagi plötunnar, Lizard, syngur Jon Anderson söngvari Yes. Lagið er rúmar 25 mínútur og nóg að gerast. Jon Anderson syngur mjög vel og hefur skemmtilega bjarta rödd sem hentar laginu mjög vel. Ég var að hlusta á þetta lag í eldhúsinu um daginn þegar ég var að búa til pönnukökur (kallið mig hvað sem þið viljið) og stóra systir mín heyrði þetta lag og spurði mig hvaða hljómsveit þetta væri því henni fannst þetta vera ótrúlega fallegt lag. Stoltur svaraði ég henni að þetta væri mín uppáhaldshljómsveit.
Lagið minnir mig oft á Atom Heart Mother, sérstaklega vegna blásarasveitarinnar sem spilar þarna inn á milli.
Þessi plata kemst ekki nálægt fyrri plötum þeirra en er samt mjög skemmtileg. Sér í lagi notkunin á Mellotronum og öðrum hljómborðum.

Aðeins 2 dögum eftir að lokið var við plötuna yfirgaf Gordon Haskell söngvari hljómsveitina og þeir höfðu einnig fundið nýjan trommara, en mikil leynd hvíldi yfir nafni hans. Það mun birtast í næstu grein minni um King Crimson, svo að bíðið spennt. Mel Collins var orðinn mjög pirraður því í heilt ár hafði hann spilað með King Crimson en ekki enn spilað opinberlega með þeim. Seinna fundu þeir nýjan bassaleikara sem kallaði sig Boz en viku eftir að þeir réðu hann hringdi bassaleikarinn John Wetton úr hljómsveitinni Mogul Thrash sem var þá nýhætt. John spurði hvort hann fengi að spila með þeim, en Boz hafði þá tekið við starfi bassaleikarans. John Wetton á síðar eftir að koma við sögu King Crimson, leggið hann því á minnið.

Í næsta kafla:
Nýr trommari kemur í bandið og Boz er búinn að taka upp bassann.
Hver verður næsta plata þeirra kumpána og hvernig verða móttökurnar við henni.
Allt þetta verður upplýst í 5. kafla.

2 b continued…