Stórtónleikar: Evergrey (SWE) á Gauknum 9/9 - 10/9 Þeir sem eitthvað hafa fylgst með þungarokki síðustu áratugina vita að óvenjulega margar framúrskarandi þungarokkssveitir koma frá Svíþjóð. “Það er eitthvað í vatninu þarna hjá þeim” hefur oft heyrst sagt um þungarokkssenuna þar í landi, þegar hver sænska gæðasveitin á fætur annarri hefur náð að fá fólk til að sperra eyrun.

Ein þessara sveita er hljómsveitin Evergrey frá Gautaborg. Þessi sveit á að baki sér fjórar breiðskífur, en sú nýjasta, Recreation Day kom út fyrr á þessu ári. Með þessari plötu tók frægðarsól Evergrey að rísa allverulega en platan gerði sér lítið fyrir og hoppaði beint í annað sæti á lista yfir söluhæstu plötur í Svíþjóð í hard rokk flokkinum en sænska dagblaðið Aftonbladet heldur utan um þessa lista.

Fyrsta smáskífan af þessari plötu er lagið I'm Sorry en með því komst Evergrey inn á topp 10 listann í Svíþjóð þar sem hún var í þrjár vikur. I'm sorry er ballaða sem kúrdísk-sænska þjóðlagasöngkonan Dilba (www.dilba.com) gerði þekkt í Svíþjóð á árum áður, en Evergrey hafa sett lagið í sinn búning og rokkað það all verulega upp. Þetta lag er byrjað að heyrast á öldum ljósvakans á Íslandi en bæði PoppTívi og Skjár Einn eru byrjaðar að sýna myndbandið. Hljómsveitin hefur einnig gert annað myndband af þessari plötu, við lagið Blinded, sem mun fara í spilun von bráðar á áðurnefndum stöðvum.

Evergrey spila tilfinningaríkt kraftmikið rokk (þungarokk) með gnótt af melódíum en þó með fremur drungalegum undirtón. Við það bætist duglegur skammtur af progressive metali enda eru meðlimirnir allir framúrskarandi hljóðfæraleikarar. Rödd söngvarans Tom Englund er samt það sem gerir þessa sveit svo sérstaka. Rödd hans er dimm og drungaleg og getur farið frá æðifögrum undurblíðum tónum, upp í kraftmikil öskur, nokkuð sem gerir hana átakanlega og magnþrungna.

Evergrey koma hingað til lands á leiðinni heim eftir tónleikaferðalag í Bandaríkjunum þar sem þeir hita upp fyrir landa sína í hljómsveitinni Arch Enemy. Þeim túr lýkur með tónleikum á ProgPower USA festivalinu. Frá Íslandi fara þeir svo til Evrópu þar sem þeir eru aðalnúmerið á Raismes Fest festivalinu í Frakklandi. Síðar í haust spila þeir svo evrópsku útgáfunni af ProgPower, ProgPower Europe í Hollandi. Þar verða þeir aðalnúmerið það kvöld sem þeir spila.

Evergrey spilar á Íslandi þriðjudaginn 9. september og miðvikudaginn 10. september, bæði skiptin á Gauki á Stöng, en á fyrri tónleikunum verður ekkert aldurstakmark (18 ára á hinum).

Nánar…

Fyrri tónleikarnir
Dagsetning: Þriðjudagur 9. september
Staðsetning: Gaukur á Stöng
Aldurstakmark: allir aldurshópar velkomnir
Inngangseyrir: 1.200 krónur
Tímasetningar: Húsið opnar 19:00, byrjar 20:00
Upphitunarhljómsveitir:

Dark Harvest (Instrumental hljómsveit Gulla Falk gítarleikara úr Exizt, Kristjáns trommara úr Changer/Shiva og Madda bassaleikara úr Forgarði Helvítis. Magnað stuff!)

Sign (Allir rokkunnendur á Íslandi vita hvaða sveit þetta er, enda var annarri plötu þeirra Fyrir ofan himininn gríðarvel tekið þegar hún kom út á síðasta ári.)


Seinni tónleikarnir
Dagsetning: Miðvikudagur 10. september
Staðsetning: Gaukur á Stöng
Aldurstakmark: 18 ár
Inngangseyrir: 1.200 krónur
Tímasetningar: Húsið opnar 20:30, byrjar 21:30
Upphitunarhljómsveitir:

Dr. Spock (Hljómsveit Franz úr Ensími, en Óttar Proppé úr Ham hefur verið þekktur fyrir að hafa tekið lagið með þeim á stundum.)

Envy of Nona (Hljómsveitin sem David Dunham úr D.U.S.T. stofnaði eftir að hann yfirgaf þá sveit.)


Tóndæmi og annað

Af nýjustu plötunni, Recreation Day:
Recreation Day - http://www.insideoutmusic.com/odtrack/odtrack.php3?url= http://www.insideoutmusic.com/mp3/Evergrey_04_Recreatio n_Day.mp3 (7,5 MB)
The Great Deceiver - http://steini.skodun.is/hljod/Evergrey/Evergrey_-_01_-_ The_Great_Deciever.mp3

Full, fullt af fleiri tóndæmum á heimasíðunni http://www.evergrey.net/
t.d. Solitude Within - http://www.evergrey.net/media/solitude.mp3

Einnig er mjög flott ecard hérna með 4 tóndæmum af nýjustu plötunni:
http://www.evergrey.net/ecard/home.html

Myndband við lagið The Masterplan af plötunni “In Search of Truth” (næstnýjasta platan):
http://www.evergrey.net/media/masterplan_small.mpg

Heimasíða Evergrey er á slóðinni http://www.evergrey.net .
Resting Mind concerts