Saga King Crimson 2. kafli: In The Court Of... King Crimson 2. kafli: In the Court of the Crimson King.

Framtíðin var ansi björt fyrir sexmenningana (Robert Fripp, Peter Sinfield, Greg Lake, Ian McDonald og Michael Giles). Þeir sömdu bunka af lögum og prófuðu ný hljóðfæri og nýjar leiðir. Þann 9. apríl 1969 spiluðu þeir á sínum fyrstu tónleikum, fengu frábæra dóma og fljótt urðu þeir vinsælt tónleikaband og fengu mjög góða dóma sem slíkt. Hróður þeirra barst langt og David Bowie kíkti m.a. á tónleika hjá þeim. Jimi Hendrix labbaði eitt sinn upp að Robert Fripp og sagði:
,, Shake my left hand because it is closer to my heart”. Það finnst mér mjög svalt. Eitt fyndið kom fyrir þá á þessum tíma. Þeir voru bókaðir sem soul-band á dansiballi fyrir misskilningi og enginn átti víst að hafa nennt að dansa við tónlistina þeirra. Leiðin lá hratt og bratt uppávið og árið 1969 spiluðu þeir m.a. á tónleikum ásamt Rolling Stones í Hyde Park fyrir framan 650 000 áhorfenda og gáfu út eina bestu debut-plötum sem gefnar hafa verið út, In The Court of the Crimson King. Platan féll afskaplega vel í kramið hjá áheyrendum. Pete Townshend úr The Who lýsti plötunni svo: ,, …an uncanny masterpiece!” In The Court… hefst á hinu grípandi lagi 21st Century Schizoid Man þar sem sungið er um framtíðarheim og alla vesældina þar.
I Talk To The Wind er gamal Giles, Giles and Fripp lag sem þeir endurunnu. Yndislega hljómblíðar útsetningar blásturshljóðfæranna gefa laginu einlægan blæ. Sem dæmi um fallegar útsetningar hjá þeim er lagið Fallen Angel af Red með King Crimson. Epitaph og Moonchild eru falleg lög en hefðu mátt vera örlítið harðari, því platan liggur of lengi niðri í rólegheitunum og lýkur svo með svaka hvelli í laginu titillagi plötunnar þar sem mellotron (eins konar svuntuþeysir) gefur laginu draugalegan og guðslegan blæ.
Platan fjallar meðal annars um efnishyggju (sem birtist í skýrari mynd í laginu Cat Food á annari plötu þeirra), Víetnam og fleira. Tónlistin var sterk blanda af jazz, hörðu rokki og professional spilamennsku. Klassíkin er í litlu magni á þessum tímabili hjá King Crimson en hún var ein helsta ástríða Fripps og efldist meira og meira. Klassíkin gegndi þó veigarmeiri hlutverki hjá Giles, Giles and Fripp.
Greg Lake skilar hlutverki sínu sem söngvari og bassaleikari stórkostlega sem og Ian McDonald og Peter Sinfield. Ian McDonald, Michael Giles og Robert Fripp standa þó upp úr fyrir frumleika, góðar útsetningar og frábæra spilamennsku.

Í byrjun desember 1969 hætta Ian McDonald og Michael Giles skyndilega í bandinu. Robert Fripp fær algert áfall en sættir sig svo við orðinn hlut. McDonald og Michael og Peter Giles fara svo að vinna saman að nýrri plötu sem kom út árið 1970 og bar heitið McDonald and Giles. Peter Giles hafði unnið á tölvuskrifstofu og á fleiri stöðum á meðan King Crimson sló í gegn. McDonald and Giles fær góða dóma og mig langar mikið í þá plötu. Árið 1970 var dauði King Crimson á allra vörum og lá við að minningargreinar yrðu skrifaðar. Greg Lake hitti Keith Emerson úr The Nice (King Crimson var stundum líkt við þá ágætu hljómsveit) og þeir fundu trommarann Carl Palmer og stofnuðu fyrstu súpergrúppu Prog-Rokksins, Emerson, Lake& Palmer. En brátt heurðust sögusagnir um endurvakningu King Crimson…

To Be Continued….