Isidor rokka! Újé! :P

Ég var að koma heim frá alveg stórgóðum tónleikum á Gauk á Stöng.
Þar voru að spila Kuai og Isidor. Þetta voru síðustu tónleikar Isidor í langan tíma því Orri, annar gítarleikarinn, er að flytja til Frakklands á morgunn.

Er það að mínu mati mikill missir fyrir íslenskt tónlistarlíf að þessi sveit muni ekki vera starfandi næsta árið eða svo.

En snúum okkur að tónleikunum… við mættum reyndar þarna á slaginu 10 en þá var ekki nokkur sála mætt á staðinn og því fengum við okkur hálftíma göngutúr áður en við mættum aftur á staðinn.

Þegar við snérum aftur voru Kuai að spila (held ekki að við höfum misst af neinu þó). Ágætlega mikið af fólki var mætt á staðinn og áttum við í smá erfiðleikum með að finna sæti. Ég verð að játa að ég hef aldrei heyrt Kuai spila fyrr og vissi því ekki við hverju ég átti að búast. Hef reyndar bara heyrt góða hluti um þetta band :)

Kuai sýndu og sönnuðu að þeir eru frábært band. Ég kann því miður ekki að lýsa tónlist.. en flestir hér hafa heyrt í þeim, svo það skiptir kannski ekki máli. Rokk án söngs… hef reyndar alltaf verið muuuun hrifnari af böndum sem hafa söng í sýnum lögum.. en Kuai og Isidor eru hvoru tveggja bönd sem eru gott dæmi um að söngur er engan veginn nauðsyn í rokkböndum.

Eftir að Kuai höfðu sýnt stórgóða, þétta og skemmtilega spilamennsku stigu Isidor á svið. Ég var að reyna að telja skiptin sem ég hef Isidor spila.. gat það ekki.. minnsta kosti 5 sinnum… líklegast oftar. Ég bara dýrka þetta band, það er e-ð við þá :)
Var hent út af Vídalín síðast þegar þeir voru að spila.. sjaldan verið jafn pirruð :P

Allavega… þeir stigu á svið og Arnar trommari byrjaði á að ávarpa liðið og tilkynna að þetta væru síðustu tónleikarnir þeirra áður en Orri héldi af landi brott.
Settið sem þeir spiluðu var frábært, held barasta að þetta hafi verið ein besta frammistaða sem ég hef séð hjá þeim. Flest lögin sem þeir spiluðu voru alls ekki ný af nálinni, heldur lög sem þeir hafa verið að spila síðsta árið. Þau voru því vel kunn og að mínu mati er það skemmtilegast, þ.e. að heyra lög á tónleikum sem maður þekkir vel. Það voru nú samt allavega tvö lög sem ég kannaðist ekki við (kannski er ég bara svona gleymin?).

Arnar trommari átti alveg snildar takta á þessum tónleikum sem náðu hápunkti í rosalegu trommusólói í einu laginu. Steingrímur, Jón Þór og Orri stóðu sig líka æðislega og ég verð að segja að það er alltaf jafn gaman að horfa á þessa stráka spila. Virðast hafa gaman að því sem þeir eru að gera og gera það vel.

Þegar þeir höfðu lokið sýnu programmi með glæsibrag var Orra færð rós í kveðjuskini og síðn voru þeir klappaðir upp og spiluðu þeir tvö lög að lokum, Bios (?) og cover-mangalagið Psycho.

Ég vil bara þakka fyrir stórskemmtilega tónleika (bæði þessa og alla hina Isidor tónleikana sem ég hef séð) og ég vona að þegar Orri snýr til baka á næsta ári muni þeir koma sér í að gefa út eitthvað efni, það er löngu kominn tími á það ;)