Hér kemur smá grein um hljómsveitina Queens of the stone age en hana skipa

Josh Homme – Gítar og söngur
Nick Oliveri – Bassi
Dave Grohl – Trommur (sem gestur, hann er ekki í hljómsveitinni)

Árið 1988 voru Josh Homme og Nick Oliveri saman í hljómsveit sem hét Katzenjammer ásamt trommaranum Brant Bjork, söngvaranum Jon Garcia og bassaleikarum Chris Cockrell en þá söng Josh ekkert og Nick spilaðu á gítar en ekki bassa
Ári seinna breyttu þeir um nafn og kölluðu þeir sig þá Sons of Kyuss en þá var Nick hættur, þannig störfuðu þeir í eitt ár eða frá 1989-1990 en þá gekk Nick aftur til liðs við þá og hann fór á bassan í staðin fyrir Chris Cockrell og nafninu var breytt í Kyuss, þannig starfaði sveitinn 1990-1992 því þá hætti Nick aftur (og fór í hljómsveit sem hét Dwarves og gekk hann þá undir nafninu Rex Everything), en þá fengu þeir bassaleikara að nafni Scott Reader. 1993 hætti svo Brant Bjork og Alfredo Hernandez tók við trommunum. Kyuss hættu svo árið 1995 og snéru liðsmenn hennar sér að öðru og Josh gekk í sveitinna Screaming Trees þar sem hann spilaði á gítar og var hann í henni 1996-1997 en þá stofanði hann og trommarinn Alfredo Hernandez hljómsveit sem fékk nafnið Queens of the stone age og þeir ákváðu svo að hringja í Nick Olivera og fá hann með.
Árið 1998 gerðu þeir svo plötu sem fékk nafnið Queens of the stone age og var hún alfarið fjármögnuð af Josh, en hann sagði tónlistinna vera svona “robot rock” heavy rock krufinn inn að beini með áherslu á gítar. Diskurinn varð mjög áhrifamikill og útnefndi Rolling Stones tímaritið þá sem eina af 10 mikilvægustu “hard and heavy” band samtímans.
1998 gekk svo Dave Catching til liðs við þá en hann spilaði á gítar og piano.
Næstu 2 árin fóru í að túra en þeir spiluðu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og voru þá að spila með hljómsveitum eins og Rage against the machine, Smashing Pumpkins, Bad Religon, Hole og Ween
Josh hélt svo áfram að semja lög og árið 2000 kom platan Rated R út þar sem þeir unnu með fullt af hljómsveitum í hljóðverinu en þá var Alfredo Hernandez hættur í sveitinni og flökkuðu þeir á milli trommara meðan á upptökum stóð.
Fyrir næsta disk töluðu þeir við Dave Grohl og báðu hann um að spila á trommur fyrir þá á nýjum disk og féllst hann á að gera það og út kom diskurinn Songs for the deaf sem varð gríðarlega vinsæll og eru tvö lög af honum orðin vinsæl No one knows og Go with the flow, Þeir hófu síðan tónleikaferðalag um allan heim og spiluðu meðal annars á Hróarskeldu núna í ár en Dave Grohl spilar yfirleitt með þeim á tónleikum

Heimildir www.metalstorm.ee