Ég hef tekið eftir því að mjög margir hafa poste-að greinum hérna tengdum nirvana og ég veit að margir eru orðnir þreyttir á því en mig langar sammt að segja það að þó flestir yfir 14 ára séu komnir með fyllileg ógeð af þeim sé eitthvað við þessa hljómsveit sem getur breytt hvaða manneskju sem er. T.d. má nefna sjálfan mig, ég var þessi týpa sem hafði engann sjálfstæðann tónlistarsmekk… ég bara hlustaði á það sem var spilað, ég hlustaði á það sem hópurinn hlustaði á. Einn daginn heyrði ég lag með Nirvana og ég ákvað að prófa að byrja að hlusta á þá eitthvað því mér leist mjög vel á þetta lag. Í dag er ég búinn að ganga í gegnum það skeið að beinlýnis dýrka þá og allt það og viðurkenni ég mig sekan á því að hafa verið einn af guttunum sem hefur verið að poste-a einni af þessum greinum um Kurt Caobain sem enginn nennir að lesa lengur.

En eftir að hafa gert þetta þá fékk ég eins og svo margir aðrir soldið ógeð af þeim. En þetta var sammt einhvern veginn öðruvísi en aðrar hljómsveitir sem ég einfaldlega blóðnauðgaði og vil ekki heyra af lengur, Nirvana skyldi eitthvað eftir sig. Og til sönnunar um það má horfa á mig núna, ég get ekki hugsað mér að hlusta á neitt sem ekki flokkast undir rock eða eitthvað náskyllt því s.s. gott metal. Ég er enginn Nirvana fan lengur en sammt á ég þeim það að þakka að ég er ekki fu*ckin píku poppari núna. Ég vona að það hafi ekki verið hrein kvöl að lesa þetta, ég er viss um að fleiri en ég kannast eitthvað við þetta.
Palli Moon