Mig langaði að fjalla aðeins um Rage Against The Machine, því að ég sá að enginn hafði gert plötudóm um neinn af þeirra diskum. Það tók mig smá tíma að ákveða hvaða disk ég ætti að taka fyrir en tók loksins þá ákvörðun að byrja á byrjuninni og taka fyrir þeirra fyrsta disk sem heitir einmitt, Rage Against The Machine. Það sem þessi hljómsveit er líklegast þekktust fyrir er það að hún blandar saman hip hop og rokki (alls ekkert líkt nu-metal), og að flest allir textar þeirra eru mjög pólitískir.


Zack De La Roch - söngur
Tom Morello - Gítar
Tom Commerford - Bassi
Brad Wilk - Trommur


Rage Against the Machine - Rage Against The Machine ( 1992 )


1. Bombtrack

-Platan byrjar af krafti á einu af þeirra bestu lögum að mínu mati. Textinn flottur og passar vel við lagið.

“Burn, burn, Yes your gonna burn!”


2. Killing In The Name Of

-Örugglega eitt af þekktari lögunum þeirra… enda eitt af þeim betri. Allir alvöru rokkarar hafa þetta á fóninum í sínu party-i. Ótrúlega flott samspil gítars, trommu og bassa.

“Fuck you i won´t do what you tell me!”


3. Take The Power Back

-Ótrúlega flottur texti og oft talinn vera einn af þeim sem er mest beint að Bandarísku ríkisstjórninni. Hlustið á textann, mjög pólitískur.

“Goverment who care about only one culture and that´s why we gotta take the power back.”


4. Settle For Nothing

-Mjög fott lag, mjög “emotional” söngur hjá Zack.

“Hatred past on, past on, past on”


5. Bullet In The Head

-Enn og aftur gott lag…. þess má geta að hún kom út á kasettu áður en þessi diskur kom út sem seldist í meira en 5000 eintökum. Lagið er þó að aðeins breyttri útgáfu á disknum.

“They say jump you say how high”


6. Know Your Enemy

-Þetta lag er eitt af þeim þrem bestu sem þeir hafa gert, að mínu mati allavega. Flott intro, vel rokkað í því, snilldar texti og brjálað flott sóló.

“What? The land of the free? Whoever told you that is your enemy!”


7. Wake Up

-Vel gert lag. Enn og aftur góður texti og vel rokkað undirspil. Þetta lag var meðal annars notað í endanum á fyrstu Matrix myndinni mörgum árum seinna.

“Doesn´t compare to the rage built up inside of me”


8. Fistfull Of Steel

-Svolítið skrýtin gítarlína í þessu lagi. En mjög gott.

“Silence, something about silence makes my sick!”


9. Township Rebellion

-Slakasta lagið á disknum finnst mér. En ekki misskilja mig. Skrýtinn gítar í því tímabili en þeir láta það virka eins og flest annað. Brad Wilk notar mikið af kúabjöllum í þessu lagi :D.

“Fight The War, Fuck the norm”


10. Freedom

-Gríðarlega flott lag. Skemmtilegur söngur(rapp) í því og verður síðan mjööög emotional í endan þegar Zack öskrar: “FREEDOM”



Þá er þetta nú komið. Snilldar diskur með snilldarhljómsveit. Ekki eitt einasta lélegt lag á honum. Ég kvet alla sem hlusta á rokk að skella sér á einn af diskunum þeirra. Kannski að maður geri dóma um hina diskana, þ.e.a.s. ef viðtökurnar verða góðar.

Kveðja

Ádni