Iron Maiden hafa gefið út margar góðar plötur en einnig nokkrar lélegar.
Það er ein plata sem stendur upp úr en það er Brave New World!!!

Platan byrjar á laginu The Wicker Man það lag er alveg hreinasta skemmtun rennur líflega í gegn og eftir því kemur svo Ghost Of The Navigator mér finnst það vera gott lag en ekki nálægt því að vera eins gott og The Wicker Man en samt fínt.
Brave New World er svo titillagið og er það með því betra á plötunni það byrjar rólega og fer svo alveg virkilega hratt upp.
Blood Brothers er ekki eins gott og fyrstu þrjú manni finnst það vera eitthvað svo langdregið en samt alveg ágætt lag.
The Mercenary er eitt það líflegasta lag sem ég hef heyrt með Maiden skemmtun og stuð út í gegn!!!!
Dream Of Mirrors: Ahhhhhhhh……..tær snilld lag sem þú getur hlustað á aftur og aftur, maður fær ekki leið á því.
Næsta lag heitir The Fallen Angel ágætis lag en miðað við Dream of Mirrors þá er þetta lélegt lag. Slakasta lagið á disknum.
The Nomad er næst og er svona þúsund og ein nótt fílingur í því vel sungið og spilað lag næst þriðja besta lagið á plötunni!!
Jæja, næst er besta lagið á plötunni ( að mínu mati ) Out Of The Silent Planet………tær snilld!!!
Thin Line Between Love & Hate er ferskt og gott lag lokar plötunni vel!!!!

Ég gef þessari plötu 9,5 af 10 ef þú átt ekki neina plötu með Iron Maiden og fílar ekki Maiden neitt mikið
þá skaltu kaupa þér þessa og þá áttu eftir að sjá afhverju þessi sveit er svona vinsæl.

Þar sem þetta er mín fyrsta gagnrýni og vonandi ekki svo síðasta þá vil ég ekki einhver leiðinda svör.

Kveðja Prong