P.s. ég veit að sumum fynnst Kurt ofmetinn og allt þetta…en ég er ekki að skrifa þessa grein fyrir það fólk…ég skrifa hana fyrir þá sem vilja lesa hana útaf áhuga og sameiginlegum tónlistarsmekk, ekki fyrir þá sem vilja lesa hana til þess eins að byrja eitthvað rifrildi…

svo ef þú hefur eitthvað á móti Kurt Cobain eða Nirvana…skaltu sleppa því að tjá þig núna =)

Kurt Donald Cobain, fæddist 20. febrúar, 1967 á Grays Harbor spítala í Aberdeen.
Hann bjó ásamt foreldrum sínum, Wendy O´Connor (sem vann sem þjónustustúlka) og Donald Cobain (bifvélavirki) í litlum bæ sem heitir Hoquim.
Fjölskyldan flutti svo til East 1st Street 1210 í Aberdeen (bær í 140 km fjarlægð frá Seattle) í ágúst árið 1967 (Kurt þá u.þ.b. 7 mánaða gamall).
Þremur árum seinna, 24. apríl 1970 eignast Kurt litla systur, Kimberly Cobain.
Þegar Kurt er 6 ára (1973) er hann greyndur með ofvirkni og er honum gefið Rídalín.
Donald Cobain, pabbi Kurts, flytur út úr íbúðinni 1. mars árið 1976.
Donald og Wendy skilja 9. júlí sama ár (Kurt er þá aðeins 9 ára, þó að sumir segja að hann hafi verið 7 ára þegar foreldrar hans skilja).
Skilnaður foreldra Kurts hafði mikil áhrif á hann. Kurt segir seinna að þetta hafi ollið því að honum hafi aldrei fundist hann öruggur og elskaður aftur.
Kurt sem var áður tiltölulega hamingjusamt barn, alltaf brosandi og ánægður varð nú svolítið ófélagslyndur, lokaður…jafnvel þunglyndur.
Móðir Kurts fær forræði yfir honum og Kimberly.
Eftir það þarf Kurt að flytja stöðugt á milli staða, til ættingja og vina.
Árið 1977 heyrir Kurt “punkrock”, hann uppgötvar hljómsveitir eins og the Ramones og the Sex Pistols. Hann hafði þó frá unga aldri hlustað aðallega á bítlana.
20. febrúar, 1981 á 14 ára afmælisdag Kurts, fær hann notaðan Lindell gítar.
Þetta var fyrsti gítarinn hans Kurts.
Árið 1983 kynnist Kurt strák að nafni Chris (Krist) Novoselic, en þeir hittust á tónleikum.
Kurt hættir í Aberdeen High School aðeins nokkrum vikum áður en hann hefði fengið háskólagráðu. Þetta er árið 1985 (Kurt er þá 18 ára).
Kurt átti sér engan samastað eftir að hann hætti í skólanum, og endaði með að búa í nokkrurn tímar undir brú í Aberdeen. Hann prófar þá heróín í fyrsta skipti =(.
Kurt og Chris byrja að prófa sig áfram í tónlist saman árið 1986.
Í september, 1987, fer Kurt að búa hjá vinkonu sinni, Tracy Marander á North Pear Street 114 í Olypíu.
Kurt, Chris og trommari að nafni Aaron Burckhard stofna hljómsveit, sem átti sér þó nokkur skammlíf nöfn. Þeir eru að lokum sammála að nefna hljómsveitina Nirvana.
Þökk sé manni að nafni Jack Endino a.k.a “godfather of Grunge” fær hljómsveitin Nirvana (þá með trommarann Dale Crover) tíma í Reciprocal studios í Seattle 23. janúar 1988.
Trommarinn Aaron Burckhard sameinast Nirvana aftur, en svo tekur maður að nafni Chad Channing við.
Fyrsta “single” plata Nirvana (“Love Buzz”/”Big Cheese”) er gefin út af Sub pop í nóvember 1988 (aðeins gefnar út 1000 plötur).
Geisladiskurinn Bleach er gefinn út af Sub pop 15. júní árið 1989.
Nirvana fer á fyrsta tónleikaferðalag sitt í Bandaríkjunum.
Í lok október (30.október), 1989, hefst tónleikaferðalag Nirvana um Evrópu í Newcastle. Þriðja deseber voru haldnir magnaðir tónleikar í Londoner Astoria.
Fyrsta apríl (þennan afar hrekkjótta dag) 1990, hefst annað tónleikaferðalag Nirvana um Bandaríkin.
Dale Crover tekur við af Channing og er trommari Nirvana á ný (Danny Peters tekur við af Dale seinna á árinu)
Dave Grohl heitir trommarinn sem tók við af Danny Peters 25. september árið 1990.
Í október (1990) fer þremenningurinn í stutt tónleikaferðalag um Bretland.
Sub pop gefur út aðra “single” plötu Nirvana(“Sliver”/”Dive”) ,1. desember, 1990.
Kurt leitar að stærra útgáfufyrirtæki.
Um vetur, 1990/91 gerir Nirvana samning við David Geffen útgáfufyrirtækið.
Þrítugasta apríl, 1991, skrifa meðlimar Nirvana undir samning hjá Geffen.
(þó fær Sub pop að gefa út eina enn “single” plötu frá Nirvana, “Molly lips”)
Í maí/júní fær Nirvana upptökutíma í Sound City Studios í Kaliforníu. Þar myndaðist geisladiskurinn Nevermind.
Fjórum dögum eftir að Nirvana leggur af stað í 6 vikna tónleikaferðalag í Bandaríkjunum gefur Geffen út 46000 eintök af Nevermind geisladisknum, og í jólavikunni seljast 400000 eintök.
Bæði lagið “Smells like teenager spirit” og Lp Nevermind platan eru að “klifra” upp vinsældarlistann. Og 12. janúar, 1992 er Nevermind númer 1.
Kurt Donald Cobain giftist Courtney Love (söngkonu hljómsveitarinnar Hole) 24 febrúar 1992 á Hawaii, en þau höfðu hists í Kaliforníu 1991.
Í ágúst, 1992, birtir Vanity Fair (heimsfrægt tímarit) grein um eiturlyfjanotkun parsins (Kurts og Courtneys), á meðan Courtney er ólétt. Áhyggjur um heilsu ófædda barnsins rísa.
Frances Bean Cobain fæðist í Los Angeles, 18. ágúst 1992. Á sama spítala sem faðir hennar (Kurt) er í eiturlyfjameðferð.
Barnaverndarnefndin neitar Kurt og Courtney forræði yfir Frances. Málið er ekki leyst fyrr en í mars, 1993.
Þrítugasta ágúst, 1992, nokkrum dögum eftir að Kurt er leystur út af spítalanum, og nokkrum dögum eftir að hann hótar að fremja sjálfsmorð, er Kurt sá sem laðar flesta að “the Reading festival”.
Nirvana heldur tónleika 30.október, 1992, í Buenos Aires fyrir framan 50000 manns. “Kurt swears to his audience that they are the greatest collestion of sexists that he has ever seen”.
Geffen gefur út Nirvana geisladiskinn Incesticide, 15. desember 1992.
Í febrúar, 1993, tekur Nirvana upp þriðja albúmið,”In Utero” í Pachyderm studios í Minnesota.
Kurt er settur inn á spítala vegna of stórs skammts af heróíni 2.maí 1993.
Fjórða júlí, 1993 tekur lögreglan Kurt fastan vegna þess að Courtney segir hann hafa beytt sig ofbeldi (persónulega trúi ég beljunni ekki)(og ef hann gerði það, þá segi ég bara Rock on).
Kurt overdósar aftur 23.júlí, 1993.
“In Utero” er svo gefinn út af Geffen í lok september, 1993. Geisladiskurinn nær strax stað á vinsældarlistanum.
Í október(18.október nánar tiltekið), sama ár, byrjar tónleikaferðin til að kynna “In Utero” í Bandaríkjunum.
Átjánda nóvember (1993) er haldnir “unplugged” tónelikar í New York. Geisladiskur er svo gefinn út ári seinna (Unplugged í New York)
Síðustu tónleikar Nirvana í Bandaríkjunum voru 7-8.janúar, 1994 í Center Arena í Seattle.
Kurt kaupir hús á Lake Washington boulevard no.171 í Seattle.
Nirvana flýgur til Evrópu, annan febrúar (1994) ásamt tveimur örðum tónlistarmönnum.
Nirvana spilar síðan 1.mars(1994) í Munich…Þetta eru síðustu tónleikar hljómsveitarinnar. =(
Kurt overdósar 3-4 mars 1994, samblanda af kampavíni og valíum (líkt rohypnol). Það er skráð sem slys.
Courtney hringir í lögregluna í Seattle 18.mars og segist vera hrædd við að Kurt beyti hana ofbeldi eftir heimiliserjur á milli þeirra(tss, pff…urrrr…)
Kurt fer með vini sínum, Dylan Carlson, að kaupa byssu (Remington M11 shotgun caliber 20) í Stan Baker Sports í Seattle.
Kurt flýgur svo til L.A. og eyðir tveimur dögum á exodus recovery center í Marina del Ray. Kurt sleppur þaðan 1.apríl með því að klifra yfir vegg. Hann flýgur svo til Seattle.
Wendy O´Connor (móðir Kurts) skráir Kurt sem manneskju sem er saknað (as in missing person report) 4. apríl. Hún útskýrir að sonur hennar er kannski með byssu á sér og í sjálfsmorðshugleiðingum.
Fimmta apríl tekur Kurt þrefaldan dauðaskammt af heróíni, skrifar sjálfsmorðs bréf og “skýtur sig” með byssunni.


Ég trúi því ekki að hann hafi drepið sig. Ég er ein af þessum sem trúir því að hann hafi verið myrtur.
Þið munuð skilja skoðun mína á þessu máli ef þið farið á eftirfarandi síður og lesið aðeins um þetta mál.

www.justiceforkurt.com og www.cobaincase.com








Kurt Donald Cobain er einn hæfileikaríkasti maður sem uppi hefur verið að mínu mati. Hann notði það sem var erfitt í lífi hans (t.d. þegar foreldrar hans skildu og tímabilið eftir það) til að semja tónlist. Hann söng alltaf af mikilli innlifun. Og jafnvel margir sem sögðu að hann væri hæfileikalaus þögðu er þeir heyrðu hann syngja “Where Did You Sleep Last Night” á Unplugged tónleikum MTV í nóvember 1993.

Kurt samdi flest lög hljómsveitarinnar (Nirvana) og mörg þeirra voru byggð á lífi hans, tilfinningum eða upplifunum. T.d eru lögin All aplogies og Heart shaped box að hluta um gitingu hans og Courtney Loves. Og Scentless Aprentice lýsti erfiðleikum Kurts.


Kurt Donald Cobain var hæfileikaríkur maður. Hann söng af innlifun, spilaði vel á hljóðfæri og samdi frábæra texta og lög. Tónlist hans hefur haft áhrif á marga í heiminum og mun halda áfram að gera það.
Hann átti erfitt líf og vildi aldrei lifa lífinu sem fylgdi frægðinni, hann tjáði sig í gegnum tónlistina og náði til milljóna aðdáenda.
Hann mun aldrei gleymast. Því hann var og er enn einn áhrifaríkasti tónlistarmaður seinni tíma.

LOVE, PEACE, EMPATHY.