Hljómsveitin Metallica var stofnuð árið 1981, af þeim Lars Ulrich og James Hetfields . Með þeim voru Ron McGoveny á bassa og Davið Mustaine á gítar. McGoveny hætti fljótlega og Cliff Burton tók við. Mustaine var rekinn vegna drykkju og Kirk Hammet tók við honum árið 1983. Sama ár kom út platan “Kill'Em All”. Árið eftir kom út platan “Ride the ligthning”. Eftir þá plötu náðu þeir samning við Elektra Records og árið 1986 kom út “Master of puppets”. Þann 26.september voru þeir í tónleikaferð í Svíþjóð þegar rútan rann útaf veginum og valt. Cliff Burton dó næsta morgun. Næsti bassaleikari var Jason Newsted. Hann var með hljómsveitinni í 14 ár, en hætti til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Með honum gerðu þeir breiðskífuna “…..And Justice For All” árið 1988. Árið 1991 gáfu þeir út diskinn “Metallica” eða “The Black Album”. Þeir fengu meðal annars Grammy verðlaun fyrir þann geisladisk. 1996 kom út diskurinn “Load” og “Reload” kom út ári seinna. 1998 kom út diskurinn “Garage Inc” en hann var með lögum eftir aðrar hljómsveitir, s.s Queen og Motorhead. !999 kom út diskurinn S&M, sem er tónleikadiskur Metallicu og Sinfoníuhljómsveit San Fransisco. Síðan auðvitað var að koma út diskurinn St.Anger, sem er alveg frábærlega góður!

James Alan Hetfields fæddist 3.ágúst 1963. Hann er söngvari og gítarleikari, auk þess sem hann semur öll lögin með Lars Ulrich. Lars Ulrich fæddist 26.desember 1963. Hann er trommuleikari hljómsveitarinnar. Kirk Lee Hammett fæddist 18.nóvember árið 1962. Hann er gítarleikari hljómsveitarinnar. Rob Trijullo er nýji bassaleikari hljómsveitarinnar……..hann veit ég ekkert um! Heirru, jú! Hann oftast ekki nögl þegar hann spilar…….og hann hefur spilað með Ozzy Osbourne:)

En já, þessi hljómsveit toppar allt píkupopp í heimi!

Takk fyrir!!!