Jæja, nú er þessari frumraun minni á að gera triviu lokið, það tóku heilir 5 hugar þátt .. Það var þó enginn af þeim með allt rétt.

1.Eftir hverja er lagið “Turn! Turn! Turn!”?
Svar: The Byrds

2.Úr hvaða lagi er þetta og með hverjum er það?
“You think you're tired now
But wait until three…
Laughing at the Christmas lights
You remember
From December..”
Svar: Let's Go To Bed - The Cure

3.Hér kemur stutt um ævi manns, og spurningin er, hver er maðurinn?
Hann fæddist 10.maí árið 1957 í Englandi. Hann hætti snemma í skóla og gekk í hljómsveit. Maðurinn var aðeins 19.ára þegar hljómsveitin sló fyrst í gegn árið 1977, hann og kærastan hans voru mjög umtöluð. Hann lést 1.febrúar árið 1979 af völdum heróíns.
Svar: Sid Vicious.

4.Spurt er um disk og með hvaða hljómsveit er hann?
Diskurinn kom út árið 1999 og var gefinn út af plötufyrirtækinu Epic. Liðsmenn
hljómsveitarinnar eru þrír, geisladiskurinn fékk almennt góða dóma. Þetta er þriðja plata þessarrar áströlsku hljómsveitar.
Svar: Neon Ballroom - Silverchair.

5.Hvaða hljómsveit gaf út plötuna “Give ‘Em Enough Rope”?
Svar: The Clash.

6.“Good evening. Do you like our pig? This next song is a little song for all you paranoics in the audience. I'm sure there's a lot of you out there; it's called Run Like Hell. Piggy go home!” Hver sagði þessi orð?
Svar: Roger Waters.

7.Hvað hét frænka John Lennon sem hann bjó hjá á unglingsárunum?
Svar: Mimi.

8.Hvað heitir trommari Maus?
Svar: Daníel Þorsteinsson.

9.Hvað hét fyrsta lagið sem Paul McCartney samdi? (Ekki með Bítlunum)
Svar: I Lost My Little Girl.

10.Undir hvaða nafni er Reginald Kenneth Dwight betur þekktur?
Svar: Elton John.


——————–

Sigurvegari:

Pepi n= 8 stig.

Þátttakendur:

Zella= 7
Funkytown= 6
WarPig666= 5 og hálft
Doberman= 4

Þá þakka ég þeim öllum sem tóku þátt kærlega fyrir og óska Pepin innilega til hamingju með sigurinn.