Síðasta grein mín inn á tónlistaráhugamálið var um hljómsveitina Saybia en hún er einmitt dönsk og er að gera garðinn frægan hér á Íslandi. Í grúski mínu í sambandi við tónlist hef ég fundið aðra danska og ekki síðri hljómsveit en Saybia. Sú sveit heitir Kashmir og spilaði einmitt á Hróarskeldu hátðinni síðastliðið föstudagskvöld.

Hljómsveitin er þekkt í Danmörku og aukast vinsældir hennar með hverjum deginum sem líður. Sveitin hefur gefið frá sér fjóra diska og nokkra singula. Nýjasti diskurinn ber heitið Zitilites (lesið City lights) og hefur að geyma tónlist af ýmsum toga, s.s. rólegt rokk upp í svona hálfgert teknórokk. Fyrsta lag plötunnar, Surfing the warm industry, er einmitt af síðarnefnda toganum og hefur fengið frábærar viðtökur í Danmörku.

Hljómsveitin var stofnuð í Kaupmannahöfn fyrir 10 árum. Það var samt þriðja plata þeirra, The Good Life skaut þeim upp á stjörnuhimininn og gerði þá að eins frægu rokkbandi og hægt er að verða í veldi dana. Kashmir fetar aldrei í sömu fótsporin og þeir félagar í bandinu leitast við að hafa tónlistina eins fjölbreytilega og hægt er eins og vel má greina á nýjustu plötu þeirra.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru:
Kasper Eistrup, söngur og gítar
Mads Tunebjerg, bassi
Asger Techau, trommur
Henrik Lindstrand, hljómborð og gítar

Plötur sveitarinnar eru: (nýjasta fyrst)
Zitilites
The Good Life
Cruzential
Travelogue

Vona að þetta hafi vakið áhuga ykkar fyrir hljómsveitinni. Ég veit að þetta er ekki mikið en bara svona til að deila þessari uppgötvun með ykkur hinum.

Kveðja,
Mayamus