Evanescence Hljómsveitin Evanescence er að gera það mjög gott þessa dagana og í mars síðastliðinn þá gáfu þau út sína fyrstu plötu „Fallen.“ Fyrsta smáskífan þeirra af plötunni heitir „Bring Me To Life“ og hún hefur haldist á vinsældalistum í þó nokkrar vikur. Lagið var einnig notað í myndinni DareDevil.

Evanesence inniheldur:
Amy Lee – Söngur
Ben Moody – Gítar
John LeCompt – Gítar
Rocky Gray – Trommur

Þetta byrjaði allt þegar Amy Lee og Ben Moody hittust í sumarbúðum. Þá voru þau 13 og 14 ára. Amy sat ein úti í horni og spilaði „I'd Do Anything for Love“ með Meat Loaf á píanó. Ben sá hana og fór að spyrja út í tónlistarsmekk hennar og það kom út að þau höfðu nokkuð líkan smekk. Þau hlustuðu bæði á Jimmy Hendrix og allskonar rokk frá „The 80’s.“ Strax eftir það fóru þau að spila og semja saman og spiluðu t.d. í bókabúðum og á kaffistofum. Fyrsta smáskífan þeirra hét „Origin.“ En eftir það fannst þeim þau vanta annan gítarleikara og trommuleikara og þá komu John og Rocky fljótt til sögunnar. Þau byrjuðu að vinna að plötu og „Fallen“ var gefin út.

Þau eru enn auðvitað að byrja en strax var farið að líkja þeim við Linkin Park með söngkonu. Þau gefa skít í það en hljómsveitin hefur einnig verið kölluð „Kristin rokkhljómsveit.“ Kannski vegna þess að þau eru frekar dimm og spila svolítið dimma tónlist og eru með dimma texta. Semsagt dimm hljómsveit.

En þegar hljómsveitin var spurð hvað hefur haft áhrif á þau og lögin sem þau semja þá nefndu Amy og Ben t.d. Björk, Danny Elfman, Tori Amos, Metallica og fl.

Einnig má geta þess að Amy er mjög ósátt við hvernig söngkonur og leikkonur nota alltaf líkamann til að komast áfram í frægðinni. Á tónleikum einum sem þau héldu ekki alls fyrir löngu þá var kallað á hana að hún ætti að sýna á sér rassinn. Þó varð hún bara nokkuð reið og fór að segja hvað hún væri leið á öllu þessu standi hjá konum í sviðsljósinu. Þegar hún sér sterkar konur komast áfram í tónlistinni án þess að sýna líkamann þá er hún alltaf ánægð fyrir þeirra hönd. Amy segir að hún muni aldrei nokkurn tímann sýna á sér líkamann fyrir frægð.

Einu sinni á tónleikum var hent á sviðið brjóstahaldara og Ben tók hann upp og lét á gítarinn sinn. Svo sá hann að á honum stóð „Eign Amy“ og þá hélt hann að Amy átti að fá hann. En svo sá hann símanúmer og á honum stóð að hann ætti að hringja í þessa stelpu, sem hét greinilega Amy!

Ég á nú reyndar ekki diskinn með þeim, „Fallen,“ en ég pantaði mér hann af netinu og nú er hann á leiðinni til mín. Ég hef gert mér góðar vonir um þennan disk og held að ef lögin líkjast eitthvað „Bring Me To Life“ og „Whisper“ sem ég náði mér í á netinu þá held ég að hann sé svo sannarlega þess virði til að eiga og hlusta á. Nú hvet ég alla til að kíkja á þessa hljómsveit.