Undirritaður er mikill tónlistaunnandi og hefur því afskaplega gaman af því þegar íslensk tónlistartímarrit rekur hér á fjörurnar.
Um er helst að ræða tvö þ.e. Sánd og Undirtónar.
Það fyrrnefnda er tiltölulega nýtt en það síðarnefnda aðeins eldra og langar mig aðeins að tala um síðasta tölublað Undirtóna.
Venjulega hef ég mjög gaman af því blaði en hefur þó verið í dálítilli lægð að undanförnu en þegar ég fékk síðasta tölublað féllust mér algjölega hendur.
\'I það fyrsta var einhver tískuljósmynd af Cloe og kærasta hennar sem eiga lítið sem ekkert skilið við tónlist og ekki var nú viðtalið við þau innihaldsríkt, aðalega að hneykslast af fólkinu sem er í kringum sig.
\'i öðru lagi var þetta bara alveg helv… innihaldslítið blað sem ég fletti á svona þrem mínutum og þá var ég búinn að lesa það helsta.
Einhver spekingurinn myndi líklega segja að það sé bara ekkert að gerast í hinum íslenska tónlistarheimi í dag en það er bara ekki rétt. Að mínu mati er mikil gróska í tónlistarlífi á \'islandi og þá er ég ekki bara að tala um Botnleðju, maus eða einhverja af þessum stóru hljómsveitum.
Svona að lokum vona ég bara að þetta hafi bara verið tilviljun/slys hjá undirtónum og auðvitað skil ég það svo sem að það er ekki auðvelt að reka blað á endurgreiðslu en svona er þetta bara.