Pælingar Ég var að pæla hvort það yrði ekki frábært að fá einhverja íslenska sjónvarpsstöð sem spilaði bara rokk myndbönd. Svona einhvers konar svar rokkara við popptíví. Þá yrðu landsfrægir rokkarar þáttastjórnendur og ýmsar nýjar hljómsveitir kynntar til sögunnar. Hægt væri að hafa viðtalsþætti og bara helling af sniðugu stöffi.

Svo væri hægt að hafa tónlistarkeppni og verðlaunin væru stúdíótímar og að fá að gera myndband.

Þessi stöð þyrfti að sjálfsögðu að vera ókeypis.

Dæmi um svona stöð er breska stöðin KERRANG!
Einnig er til blað sem heitir KERRANG! eftir gítarsándi Angus Young en fyrsta blaðið var um AC/DC.

Það væri líka gaman að fá íslenskt ROKK blað sem myndi sérhæfa sig í ROKKI. Blaðið gæti kannski verið eitthvað tengt sjónvarpsstöðinni

Að stofna hinu íslensku “KERRANG!” samsteypu væri held ég draumur allra rokkara á Íslandi og myndi vissulega gleðja margan manninn og jafnvel gera Ísland að betra landi fyrir rokkara.


Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.