NoFx á Gauk á Stöng

Mánudagskvöldið 16. júni verða haldnir rosalegir pönk- tónleikar á Gauk á Stöng undir yfirskriftinni X-Slash. Þeir eru haldnir í tilefni þess að útvarpsstöðin X-ið er að halda upp á 10 ára afmæli sitt þessa daganna. Fram koma bandaríska pönksveitin NoFx en þeir eru einn hornsteinninn bandarísku pönk kreðsunnar, forverar hljómsveita eins og Green Day. Nýjasta platan þeirra “War on Errorism” er hörð ádeila á Bandaríkjaforseta og hafa þeir alltaf verið mjög pólítískir og neita til dæmis að fara í viðtöl um sjálfan sig, en eru hugsanlega til að fara í viðtöl ef þau snúast um pólitík. Með NoFx koma fram snillingarnir að norðan; Brain Police og einnig hljómsveitin Innvortis. Húsið opnar 20:00. Forsala er í Skífunni, Laugavegi.
Rokkveisla sumarsins er hafin.


Hr. Örlygu