Smá röfl um útvarp Í gær var ég að fá nýja Mínus diskinn og mér brá svolítið þegar ég heyrði lagið Romantic Excorcism því að í útvarpinu er lagið compressorað svo mikið. Eins og þegar Krummi (söngvarinn) syngur smá bút og svo kemur smá gítarriff, í útvarpinu er riffið jafnhátt og söngurinn en á disknum er riffið lægra en söngurinn.

Mér finnst að það ætti ekki að compressora (það er að jafna hljóðstyrkinn í öllu laginu þannig að það er alltaf jafn hátt) lög í útvarpinu heldur að hafa þau bara eins og þau eru á diskinum.

Svo eru Radio versionir af lögum líka leiðinlegar þar sem lögin eru stytt því að þá eru oft rosa flott sóló klippt út og það getur gert lögin jafn vel bara leiðinlegri.Þó ekki algilt stundum eru leiðinleg sóló klippt burt og það gerir lögin skemmtilegri, en þa ð getur líka verið vont því að ef maður kaupir svo diskinn þá getur þessi leiðinlegi kafli sem klipptur var út í útvarpinu skemmt fyrir manni lagið.

Lögin eiga að gfá að halda sér, ef að lög eru eitthvað rosalöng þá verður bara að hafa það eða bara hreinlega sleppa því að spila lögin.


Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.