The Smiths - Besta hljómsveit í heimi! The Smiths var stofnuð um vorið 1982, í Manchester af þeim John Maher(Johnny Marr) og Steven Patrick Morrissey (Morrissey) þegar Johnny Marr bankaði upp á hjá Morrissey og sagðist vilja stofna band. Eftir stutt spjall ákváðu Morrissey og Marr að stofna band saman. Þeir voru ekki lengi að finna nafn. Nafnið var The Smiths. Upp úr því varð til eitt besta tvíeyki rokksögunnar. Þeir fengu í sveitina til sín Andy Rourke á gítar, skólafélaga Johnny Marr og Mike Joyce sem trommara. Johnny Marr sá um tónlistina og Morrissey um textana. Morrisey var mikið undir áhrifum frá Oscar Wilde og James Dean. Hann vitnaði ósjaldan í þá og einnig vitnaði hann mikið í gamlar kvikmyndir. Sem dæmi má nefna “The L-shaped room”. Morrissey var búinn að vera formaður aðdáendaklúbbs pönkhljómsveitarinnar The New York Dolls áður en hann varð frægur og var það lengi vel. Hann sendi oft blaðagreinar inn í tónlistarblöð um þá hljómsveit og oft sendi hann bara gagnrýni á hinum ýmsu hljómsveitum. Hann var orðinn frekar þekktur meðal lesenda fyrir harða gagnrýni sýna og það var þannig sem Johnny Marr fann Morrissey. Hann sá strax á skrifum Morrissey’s að hann var hæfileikaríkur.
Fyrstu tónleikar The Smiths voru haldnir haustið 1982 og að þeim loknum var þeim boðinn plötusamningur við Mancunian Factory Records. Þeir höfnuðu því. Á sjöundu tónleikum þeirra voru viðstaddir nokkrir eigendur frá Rough Trade Records. Eftir þá tónleika var þeim boðinn samningur sem þeir gengu að. Fyrsta smáskífa The Smiths var “Hand in glove” sem var ekki að gera mjög góða hluti til að byrja með en er í dag þekktasta og eitt besta lag þeirra. Þegar þeir gáfu svo út “This charming man” í október 1982 voru þeir búnir að vera mikið í pressunni vegna tveggja umdeildra laga: “Reel around the fountain” og “Handsom devil”. “This Charming man” gerði góða hluti og Meðlimir The Smiths voru mjög svekktir, og þá sérstaklega Morrissey yfir því að það hafi fengið betri undirtektir en “Hand in glove”. Þeim fannst nefnilega “Hand in glove” vera besta lagið sitt. Eftir það áttu þeir oft eftir að láta “Hand in glove” fylgja með smáskífum sem aukalag í hefndarskyni. Í febrúar, 1984 kom út fyrsta breiðskífan. Hún hét “The Smiths”. Hún komst í 2. sæti á breska listanum og fékk gott lof gagnrýnenda. Margir gagnrýnendur í dag segja að sú plata sé besta frumraun breskrar hljómsveitar.
The Smiths fengu prinsessu brittpoppsins og fyrrveranda júróvisjonsigurvegara, Sandie Shaw til að syngja inn á lögin: “Hand in glove”, “Jeane” og “I don't owe you anything”. Þessi þrjú lög voru gefin út á sér smáskífu. Seinna gáfu þeir út smáskífurnar “Heaven knows I'm miserable now” og “William it was really nothing”. Þær fóru báðar beint inn á topp 20 listana. Þegar aðdáendur biðu spenntir eftir næstu breiðskífu, gáfu þeir út “Hatful of hollow” sem voru BBC upptökur. Aðallega gömul lög af “The Smiths” og b-hliðar af fyrri smáskífum. Þetta eintak fór í 7. sæti breska listans.
Í febrúar 1985 kom svo loksins út önnur stúdíóplatan, “Meat is murder”. Það var í fyrsta skipti sem þeir fóru í 1. sæti á breska listanum. Textar Morrissey voru þá rosalega áhrifa- og tilfinningaríkir. Á svipuðum tíma gáfu þeir út smáskífuna “Shakespeare's sister” sem fékk góðar undirtektir en fór aldrei á breiðskífu. Lagið kom fram sienna á Louder than bombs, seinni B-hliða disk The Smiths
Næst kom út smáskífan “The boy with the thorn in his side” og í kjölfarið þriðja stúdíóplatan og að mati flestra gagnrýnenda besta plata The Smiths, “The queen is dead”. Platan náði þó ekki jafn góðum árangri og “Meat is murder” og fór í 2. sæti breska listans og fór inn á topp 100 listann í Bandaríkjunum. Í dag eru fáir gagnrýnendur sem geta sagt að “The queen is dead” sé ekki besta plata 8. áratugsins. Rétt áður en “The queen is dead” kom út Hætti Andy Rourke vegna mikillar neyslu á heróíni og í staðinn kom Craig Gannon á rhytma-gítarinn. Stuttu seinna kom Andy Rourke aftur og Craig Gannon var rekinn. Það hefur heyrst að Craig Cannon hafi átt stóran þátt í að semja stórsmellinn “ask”.
The Smiths voru líklega á toppi ferilsins snemma á árinu 1987 þegar smáskífurnar “Shoplifters of the world” og “Sheila take a bow” Komust í 10. og 12. sæti smáskífulistans og b-hliðar komu út á breiðskífunni “The world won't listen” fyrir breskan markað og “Louder than bombs” fyrir Bandaríkjamarkað. Þessir tveir diskar voru gefnir út í sama tilgangi og “Hatful of hollow”.
Marr tók að starfa mikið með öðrum tónlistarmönnum á borð við: Talking Heads, Simple Minds, The The og Pet Shop Boys. Morrissey og Marr urðu frekar leiðir á hvor öðrum á þessum tíma og Morrissey var pirraður yfir því að Marr hafi ekki viljað einbeit sér að fullu að The Smiths. Sveitin gaf út síðasta diskinn “Strangeways here we come”. Strax eftir upptökurnar hætti Johnny Marr í bandinu og Morrisey tilkynnti “dauða” The Smiths fljótlega eftir það. Þetta var í september, 1987 og margir aðdáendur bandsins urðu mjög sorgmæddir þegar það fréttist. Einn harður aðdáandi frá Denver braust inn á útvarpsstöð og hótaði þáttastjórnanda útvarpsins með byssu og lét hann halda “The Smiths vöku”. Eftir 5 klukkutíma af stanslausum The Smiths plötum náði lögreglan þessum manni sem náði reyndar takmarki sínu: að spila allar plötur The Smiths í einu. Þegar hann var færður í lögreglubílinn var hann grátandi af gleði í bland við sorg og sagði: ”Hver mínúta í fangelsinu verður þess virði”.
Morrissey tók að spila sóló með eigin hljómsveit og hefur gefið út marga góða geisladiska og hefur sannað svo um munar að hann getur alveg verið án Marr, Joyce og Rourke. Þar ber helst að nefna: “Viva hate”, “Kill uncle”, “Your arsenal” og “Vauxhall and I”. Johnny Marr hefur ekki heldur setið auðum höndum og hefur starfað með New Order og The The. Hann stofnaði einnig sína eigin hljómsveit, Electronic og hefur gefið út þrjá diska með þeirri sveit. Marr er núna að spila með The Healers og kom út plata frá þeim í febrúar 2003.
The Smiths eru samkvæmt könnun sem var gerð nýlega í bretlandi áhrifamesta hljómsveit í heimi. Þrátt fyrir það voru þeir aðeins starfandi í 5 ár. Í 2003 hefti tónlistartímaritsins Q er platan “The queen is dead” skipuð í 8. sæti yfir bestu plötur allra tíma. Á síðustu árum hafa komið út margir safndiskar með The Smiths sem eru misgáfulegir. Til að mynda: Best1, Best2, Singles, Very best of… og Best of. Þó að The Smiths hafa aldrei verið neitt rosalega þekktir meðal íslendinga er alveg víst að þetta er ein áhrifamesta hljómsveit allra tíma og ef maður byrjar að hlusta á The Smiths, þá er ekki hægt að slíta sig frá tækinu. The Smiths er hljómsveit sem kemst aldrei úr tísku og er alltaf töff. “The smiths is not dead”.