Hey hey gaman gaman! Mér datt í hug, þar sem að sú saga er gegnumgangandi að hljómsveitin NoFx sé á leiðinni til landsins 16. júní næstkomandi að skrifa smá grein um hana, bara svo fólk viti eitthvað um þá! (og detti vonandi í hug að koma á tónleika! ;) )

Jæja, saga þeirra er löng svo ég ætla ekkert að fara í nein smáatriði sem enginn nennir að lesa. Annars, ef þið viljið vita meira af lestri loknum, endilega farið á heimasíðu hljómsveitarinnar sem er…:
http://www.nofxofficialwebsite.com


NOFX

Þeir byrjuðu árið 1983 að spila saman, og þótt hljómsveitin hafi gengið í gegnum miklar mannabreytingar eru þeir þrír sem stofnuðu hana enn í henni! Stofnendurnir voru þeir Fat Mike (bassi + söngur), Eric Melvin (gítar) og Erik Sandin (trommur). Árið 1985 hætti Erik Sandin í hljómsveitinni til að fara með foreldrum sínum í ferðalag til Idaho.. en ´86 byrjaði hann aftur. Árið 1991 bættist El Hefe (gítar) í hópinn og hann hefur síðan haldist óbreyttur.

NoFx er punkband, bara til að hafa það á hreinu. Þeir voru um tíma í ska-punkinu en hættu því fyrir þónokkru og eru bara harðir punkarar, eða punk-rokkarar eins og sumir vilja flokka þá. Þeir eru algerir anti-fasistar, -rasistar og mismunun á hvaða máta sem er. Þeir fylgja svokallaðri “Do it yourself” stefnunni sem, ef þið hafið ekki heyrt um hana áður og skiljið ekki ensku, felst í því að standa í þessu sjálfur, taka upp sjálfir, ekki gera stóra plötusamninga við stór plötufyrirtæki, o.s.fr. Hljómsveitin á m.a.s. sitt eigið plötufyrirtæki, eða Fat Wreck Cords, sem hljómsveitir á borð við Less than jake, Sick of it all og Propagandhi gefa út hjá.

Jæja, nóg af bulli! Hér eru allar breiðskífur og smáskífur sem þeir hafa gefið út:

S&M Airlines (1989)
Ribbed (1990)
Liberty animation (1991)
Maximum rocknroll (1992)
White trash, two heebs and a bean (1992)
Punk in drublic (1994)
I heard they suck live (1995)
Heavy petting zoo (1996)
So long and thanks for all the shoes (1997)
Pump up the valuum (2000)
Nofx/Rancid BYO split series vol III (2002)
45 or 46 songs that weren´t good enough to go on our other records (2002)
og að lokum
The war on errorism (2003)

Bestu breiðskífurnar að mínu mati eru Punk in drublic, Heavy Petting Zoo (uppáhaldið mitt) og So Long and thanks for all the shoes. Ég hef reyndar hvorki hlustað á það elsta né það nýjasta almennilega (ég veit, skammarlegt) en ég get mælt eindregið með þessum diskum.

EPs:

s/t (god knows when)
So what if we´re on Mystic (1986)
HOFX (?)
The p.m.r.c. can suck on this (1987)
The longest line (1992)
Liza and Louise (?)
Louise and Liza (?)
Don´t call me white (1997)
Fuck the kids (1996)
Timmy the turtle (1999)
All of me (?)
The Decline (1999)
Pods and Gods (2000)
Bottles to the ground (2000)
Surfer (2001)
Og að lokum
Regaining unconsciousness (2003)

Bestu smáskífurnar eru að mínu mati The Longest Line, The Decline og Bottles to the ground.


Og smá quote úr viðtali við þá árið 1997:

Todd: Why did you change the original name from “White Trash, 2 Kikes and a Spic” to “White Trash, Two Heebs and a Bean”?

(Silence)

Fat Mike: Tell him.

Eric: Cause my mom had heard about it and she told my grandpa and my grandma became very upset and I just couldn’t live with that.

Fat Mike: Jewish guilt is pretty tough.


(fannst þetta bara húmor)

Danke (finnst svo gaman að vera stúdent í dönsku)

-Arasaka
"