Silverchair Ég verð bara að viðurkenna að ég veit lítið sem ekkert um þessa hljómsveit en ég var bara að hlusta á stuff frá þeim og ákvað þá að lesa mér til um þessa snilldar hljómsveit og ég veit ekki hvort þessar staðreindir séu réttar því þær eru beint frá fan síðum um silverchair.

Meðlimir Silverchair eru:
Ben Gilles trommur
Chris Joannou bassi (borið fram Jo-ann-you)
Daniel Johns. gítar/söngur


Söngvarinn Daniel Johns var fæddur 22 apríl árið 1979. Hann er trúlofaður söngkonunni Natalie Imbruglia heyrði ég einhverstaðar. Hann er grænmetisæta sem er með innilokunarkennd og hræddur við köngulær og er með ashma (hvað er málið með þessar rokkstjörnur þær eru orðnar svo miklir nördar dæmi Rivers Cuomo).

Trommuleikarinn Ben Gilles er fæddur 24, Októmber. Hann er kallaður Short Elvis. Hann var einusinni með teina.Uppáhaldsmyndin hans er Trainspotting.

Bassaleikarinn Chris Joannou fæddist 10. Nóvember 1979. Ég hef ekki miklar staðreyndir um hann nema það að hann gekk einusinni með gleraugu sem er bara ekkert merkilegt.

Árið 1992 stofnuðu Ben, Chris, Daniel og náungi nokkur að nafni Tobin Finnane hljómsveitina Silverchair. Á meðan Tobin var í fríi heyrðu strákarnir um rokk keppni og sendu inn lag að nafni Tomorow og unnu keppnina og fengu plötusamning hjá Murmur sem er e-ð ástralskt merki. Stuttu seinna kom út platan Frogstomp.

Plötur sem þeir hafa gefið út aðrar en Frogstomp(1995): Freak Show(1997),Neon Ballroom(1999),Diorama(2002).